Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 11:30 Okkar menn á æfingu á hinum glæsilega leikvangi Amsterdam Arena í dag. Vísir/Valli Lars Lagerbäck upplýsti á blaðamannafundi á Amsterdam Arena í morgun að í huga þeirra Heimis Hallgrímssonar væri ljóst hvaða ellefu leikmenn myndu byrja leikinn gegn Hollandi á morgun. Hann á von á því að tilkynna leikmönnum liðið í kvöld eða á morgun. Sá fyrirvari væri auðvitað að allir leikmennirnir kæmust heilir í gegnum æfinguna í hádeginu í dag á keppnisvellinum, Amsterdam Arena. Reikna hefði mátt með því að teflt yrði fram sama liði og lagði Tékka að velli á Laugardalsvelli í júní. Í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar verður að minnsta kosti ein breyting gerð á byrjunarliðinu frá því í 2-1 sigrinum á Tékkum. Jón Daði fór mikinn með landsliðinu í 2-0 sigrinum gegn Hollandi fyrir tæpu ári.vísir/andri marinóFlestir íslensku fjölmiðlamannanna reikna með því að Jóhann Berg Guðmundsson, sem spilaði sem framherji gegn Tékkum, fari á kantinn og eina spurningin sé hver verði með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu. Þar koma Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson til greina. Jón Daði fór á kostum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli, hann hleypur mikið sem gæti komið okkar mönnum vel. Eiður Smári er líklega ekki 90 mínútna maður og spurning hvort þjálfararnir vilji geta gripið til hans í síðari hálfleik í erfiðri stöðu. Þá hefur Alfreð Finnbogason glímt við meiðsli í nára en hefur þó æft af krafti hér í Amsterdam. Annar möguleiki væri sá að Rúrik Gíslason kæmi á kantinn fyrir Emil og Jóhann Berg yrði þá frammi með Kolbeini. Líklegt byrjunarlið á morgun:Markvörður: Hannes Þór HalldórssonHægri bakvörður: Birkir Már SævarssonMiðvörður: Kári ÁrnasonMiðvörður: Ragnar SigurðssonVinstri bakvörður: Ari Freyr SkúlasonHægri kantur: Jóhann Berg GuðmundssonMiðjumaður: Aron Einar GunnarssonMiðjumaður: Gylfi Þór SigurðssonVinstri kantur: Birkir BjarnasonFramherji: Jón Daði BöðvarssonFramherji: Kolbeinn Sigþórsson EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Lars Lagerbäck upplýsti á blaðamannafundi á Amsterdam Arena í morgun að í huga þeirra Heimis Hallgrímssonar væri ljóst hvaða ellefu leikmenn myndu byrja leikinn gegn Hollandi á morgun. Hann á von á því að tilkynna leikmönnum liðið í kvöld eða á morgun. Sá fyrirvari væri auðvitað að allir leikmennirnir kæmust heilir í gegnum æfinguna í hádeginu í dag á keppnisvellinum, Amsterdam Arena. Reikna hefði mátt með því að teflt yrði fram sama liði og lagði Tékka að velli á Laugardalsvelli í júní. Í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar verður að minnsta kosti ein breyting gerð á byrjunarliðinu frá því í 2-1 sigrinum á Tékkum. Jón Daði fór mikinn með landsliðinu í 2-0 sigrinum gegn Hollandi fyrir tæpu ári.vísir/andri marinóFlestir íslensku fjölmiðlamannanna reikna með því að Jóhann Berg Guðmundsson, sem spilaði sem framherji gegn Tékkum, fari á kantinn og eina spurningin sé hver verði með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu. Þar koma Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson til greina. Jón Daði fór á kostum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli, hann hleypur mikið sem gæti komið okkar mönnum vel. Eiður Smári er líklega ekki 90 mínútna maður og spurning hvort þjálfararnir vilji geta gripið til hans í síðari hálfleik í erfiðri stöðu. Þá hefur Alfreð Finnbogason glímt við meiðsli í nára en hefur þó æft af krafti hér í Amsterdam. Annar möguleiki væri sá að Rúrik Gíslason kæmi á kantinn fyrir Emil og Jóhann Berg yrði þá frammi með Kolbeini. Líklegt byrjunarlið á morgun:Markvörður: Hannes Þór HalldórssonHægri bakvörður: Birkir Már SævarssonMiðvörður: Kári ÁrnasonMiðvörður: Ragnar SigurðssonVinstri bakvörður: Ari Freyr SkúlasonHægri kantur: Jóhann Berg GuðmundssonMiðjumaður: Aron Einar GunnarssonMiðjumaður: Gylfi Þór SigurðssonVinstri kantur: Birkir BjarnasonFramherji: Jón Daði BöðvarssonFramherji: Kolbeinn Sigþórsson
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00