Aukning í bílasölu 70% í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2015 09:50 Bílaumferð í Reykjavík. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. ágúst jókst um 69,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 842 bílar á móti 496 í sama mánuði 2014 eða aukning um 346 bíla. 41,7% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. ágúst miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.533 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. ágúst jókst um 69,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 842 bílar á móti 496 í sama mánuði 2014 eða aukning um 346 bíla. 41,7% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. ágúst miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.533 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent