Heimir: Eiginkonan fær fyrsta símtalið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. september 2015 22:07 Lars og Heimir að leik loknum. Vísir/Vilhelm "Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
"Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47
Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38
Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56
Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45
Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48
Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55
Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00