Hnúðlaxar hafa veiðst víða í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2015 09:47 Hnúðlax sem veiddist í Þorskafjarðará 31. ágúst í sumar Mynd: Jóhann G. Bergþórsson Það hefur sjaldan veiðst jafn margir hnúðlaxar í íslenskum ám eins og í sumar en hann þykir ekki aufúsugestir í ánum. Meðal ánna sem hann hefur veiðst í eru til dæmis Þjórsá, Ytri Rangá, Hamarsá, Skjálfandafljót og Sogið. Þetta sýnir að hann fer ansi víða og miðað við veiðiálga almennt er ljóst að mun meira af honum er í ánum en veiðitölur á þessum flakkara gefa til kynna. Veiðimenn sem veiða slíka laxa og aðra flökkufiska ættu að taka mynd af fiskinum og tilkynna Veiðimálastofnun ásamt því að skrá hann í veiðibókina. Kynþroska hnúðlaxahængar eru auðþekktir á hnúðnum á bakinu, sem líkist nokkurs konar kryppu. Hrygnurnar geta hins vegar verið erfiðari að þekkja, en á þær vantar hnúðinn og geta þær líkst Atlantshafslaxi við fyrstu sýn. Sé betur að gáð er hreistur hnúðlaxa þó áberandi smátt, í gómi munnsins má finna svarta rönd og hringlaga dökka bletti er að finna á sporðblöðku. Hnúðlax sem einnig er nefndur bleiklax tilheyrir ættkvísl kyrrahafslaxa. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru í norðanverðu Kyrrahafi, með hrygningarstofna austan þess í Bandaríkjunum og Kanada og vestan þess í Rússlandi, Japan og Kóreu. Smærri hrygningarstofnar finnast einnig norðan Beringssunds, allt austan frá Mackenziefljóti í Kanada og vestur að ánni Lenu í Síberíu. Hnúðlax er mest veidda laxategundin í N-Kyrrahafi, en hann er eingöngu veiddur í sjó og illa hæfur til manneldis þegar kynþroska er náð og því lítt eftirsóttur af veiðimönnum í ferskvatni. Meira um hnúðlaxa má finna á síðu Landssambands Veiðifélaga. Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Sogið fullt af laxi Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði
Það hefur sjaldan veiðst jafn margir hnúðlaxar í íslenskum ám eins og í sumar en hann þykir ekki aufúsugestir í ánum. Meðal ánna sem hann hefur veiðst í eru til dæmis Þjórsá, Ytri Rangá, Hamarsá, Skjálfandafljót og Sogið. Þetta sýnir að hann fer ansi víða og miðað við veiðiálga almennt er ljóst að mun meira af honum er í ánum en veiðitölur á þessum flakkara gefa til kynna. Veiðimenn sem veiða slíka laxa og aðra flökkufiska ættu að taka mynd af fiskinum og tilkynna Veiðimálastofnun ásamt því að skrá hann í veiðibókina. Kynþroska hnúðlaxahængar eru auðþekktir á hnúðnum á bakinu, sem líkist nokkurs konar kryppu. Hrygnurnar geta hins vegar verið erfiðari að þekkja, en á þær vantar hnúðinn og geta þær líkst Atlantshafslaxi við fyrstu sýn. Sé betur að gáð er hreistur hnúðlaxa þó áberandi smátt, í gómi munnsins má finna svarta rönd og hringlaga dökka bletti er að finna á sporðblöðku. Hnúðlax sem einnig er nefndur bleiklax tilheyrir ættkvísl kyrrahafslaxa. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru í norðanverðu Kyrrahafi, með hrygningarstofna austan þess í Bandaríkjunum og Kanada og vestan þess í Rússlandi, Japan og Kóreu. Smærri hrygningarstofnar finnast einnig norðan Beringssunds, allt austan frá Mackenziefljóti í Kanada og vestur að ánni Lenu í Síberíu. Hnúðlax er mest veidda laxategundin í N-Kyrrahafi, en hann er eingöngu veiddur í sjó og illa hæfur til manneldis þegar kynþroska er náð og því lítt eftirsóttur af veiðimönnum í ferskvatni. Meira um hnúðlaxa má finna á síðu Landssambands Veiðifélaga.
Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Sogið fullt af laxi Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði