Fyrrum yfirmenn Porsche ákærðir vegna markaðsmisnotkunar Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 09:25 Wendelin Wiedeking fyrrum forstjóri Porsche á yfir höfði sér 5 ára fangelsisdóm. Fyrir sex árum síðan höfðu nokkrir af yfirmönnum bílaframleiðandans Porsche áform um yfirtöku á 75% hlutafjár í Volkswagen og í því augnamiði gáfu þeir þá frá sér villandi upplýsingar til fjárfesta. Þessar villandi upplýsingar komu sér illa við marga og í kjölfarið rigndi inn kærum til handa þessum yfirmönnum Porsche, en ekkert varð af yfirtöku Porsche á Volkswagen, heldur þveröfugt. Meðal hinna kærðu er Wendelin Wiedeking, fyrrum forstjóri Porsche og Holger Haerter fyrrum fjármálastjóri Porsche. Ef þeir verða kærðir fyrir markaðsmisnotkun eiga þeir yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Í fyrstu voru einnig tveir meðlimir Porsche-fjölskyldunnar ákærðir í þessu máli, þ.e. þeir Ferdinandi Piech og Wolfgang Porsche. Kærur á hendur þeim hafa nú verið felldar niður. Dómur í þessu máli fyrrum forstjóra og fjármálastjóra Porsche verður kveðinn upp 22. október. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent
Fyrir sex árum síðan höfðu nokkrir af yfirmönnum bílaframleiðandans Porsche áform um yfirtöku á 75% hlutafjár í Volkswagen og í því augnamiði gáfu þeir þá frá sér villandi upplýsingar til fjárfesta. Þessar villandi upplýsingar komu sér illa við marga og í kjölfarið rigndi inn kærum til handa þessum yfirmönnum Porsche, en ekkert varð af yfirtöku Porsche á Volkswagen, heldur þveröfugt. Meðal hinna kærðu er Wendelin Wiedeking, fyrrum forstjóri Porsche og Holger Haerter fyrrum fjármálastjóri Porsche. Ef þeir verða kærðir fyrir markaðsmisnotkun eiga þeir yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Í fyrstu voru einnig tveir meðlimir Porsche-fjölskyldunnar ákærðir í þessu máli, þ.e. þeir Ferdinandi Piech og Wolfgang Porsche. Kærur á hendur þeim hafa nú verið felldar niður. Dómur í þessu máli fyrrum forstjóra og fjármálastjóra Porsche verður kveðinn upp 22. október.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent