Ytri Rangá og Blanda komnar yfir 4000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2015 10:59 Logi Már Kvaran með stórlax sem hann veiddi í Ytri Rangá á sunnudaginn var. Nú þegar langt er liðið á ágúst hafa tvær laxveiðiár farið yfir 4000 laxa og veiðin í þeim er ennþá stórgóð. Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar seint í gærkvöldi á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og samkvæmt þeim tölum er Blanda sem hefur trónað á toppnum í sumar komin í 4017 laxa sem er ekkert annað en frábær veiði og ennþá veiðist vel í henni. Þar sem hún er ekki ennþá komin á yfirfall er alveg eins líklegt að 300-400 laxar gætu bæst við lokatöluna sem verður þá tæplega 2000 löxum meiri veiði en á fyrra metárinu í henni árið 2010 þegar 2777 laxar veiddust. Ytri Rangá hefur tekið toppsætið á vikulistanum, sem má finna hér, og er heildarveiðin í henni komin í 4174 laxa en lokatölur úr henni í fyrra voru 3063 laxar svo hún hefur þegar vel toppað það annars slaka veiðiár. Ytri Rangá á nóg inni og ennþá er mánuður í að maðkveiðin hefjist en þá má reikna með, miðað við laxamagnið í ánni að fyrsti tvo til þrjú hollin taki 150-200 laxa á dag og fari nokkuð létt með það. Fyrsta maðkavikan á þokkalegu ári í Ytri Rangá gefur oft hátt í 1000 laxa. Það er mikil ganga ennþá í ánna svo það verður reglulega spennandi að fylgjast með henni næstu vikurnar en veitt er í ánni til loka október. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði
Nú þegar langt er liðið á ágúst hafa tvær laxveiðiár farið yfir 4000 laxa og veiðin í þeim er ennþá stórgóð. Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar seint í gærkvöldi á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og samkvæmt þeim tölum er Blanda sem hefur trónað á toppnum í sumar komin í 4017 laxa sem er ekkert annað en frábær veiði og ennþá veiðist vel í henni. Þar sem hún er ekki ennþá komin á yfirfall er alveg eins líklegt að 300-400 laxar gætu bæst við lokatöluna sem verður þá tæplega 2000 löxum meiri veiði en á fyrra metárinu í henni árið 2010 þegar 2777 laxar veiddust. Ytri Rangá hefur tekið toppsætið á vikulistanum, sem má finna hér, og er heildarveiðin í henni komin í 4174 laxa en lokatölur úr henni í fyrra voru 3063 laxar svo hún hefur þegar vel toppað það annars slaka veiðiár. Ytri Rangá á nóg inni og ennþá er mánuður í að maðkveiðin hefjist en þá má reikna með, miðað við laxamagnið í ánni að fyrsti tvo til þrjú hollin taki 150-200 laxa á dag og fari nokkuð létt með það. Fyrsta maðkavikan á þokkalegu ári í Ytri Rangá gefur oft hátt í 1000 laxa. Það er mikil ganga ennþá í ánna svo það verður reglulega spennandi að fylgjast með henni næstu vikurnar en veitt er í ánni til loka október.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði