Borgarfjarðarárnar eru að gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2015 14:16 Vincent og Wibo með lax sem þeir veiddu í Langá í morgun. Þrátt fyrir að langt sé liðið á ágústmánuð er ennþá feyknagóð veiði í flestum ánum og ennþá er lax að ganga. Laxveiðiárnar í Borgarfirði hafa átt virkilega gott sumar og er það sem og á landsvísu algjör viðsnúningur frá fyrra sumri. Það er ennþá að veiðast vel í ánum og sem dæmi um vikuveiði þá veiddust í veiðivikunni 12-19.ágúst 217 laxar í Norðurá, 198 laxar í Þverá/Kjarrá, 169 laxar í Langá á Mýrum, 123 laxar í Hítará og 154 laxar í Haffjarðará þó hún sé ekki í Borgarfirði er hún gjarnan talin í sama hóp. Árnar almennt hegða sér eins og það sé vika tvö í ágúst en ekki að hefjast vika fjögur og það þýðir bara að þá má reikna með áframhaldi á þokkalegri veiði í ánum næstu daga. Langtímaspáin frá Veðurstofunni spáir svo góðum hita alla næstu viku sem gæti farið að ýta ánum aftur í lítið vatn. Veiðimenn við Langá aftur á móti bíða spenntir eftir góðum hita því það á eftir að sparka veiðinni á efsta svæðinu, Fjallinu, almennilega í gang. Þar hefur verið afskaplega róleg taka vegna kulda þrátt fyrir að um 800 laxar séu komnir upp eftir samkvæmt teljaranum við Sveðjufoss. Það eina sem þarf til að koma þeim í töku er hlýrra vatn og loksins er það á leiðinni. Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Sogið fullt af laxi Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði
Þrátt fyrir að langt sé liðið á ágústmánuð er ennþá feyknagóð veiði í flestum ánum og ennþá er lax að ganga. Laxveiðiárnar í Borgarfirði hafa átt virkilega gott sumar og er það sem og á landsvísu algjör viðsnúningur frá fyrra sumri. Það er ennþá að veiðast vel í ánum og sem dæmi um vikuveiði þá veiddust í veiðivikunni 12-19.ágúst 217 laxar í Norðurá, 198 laxar í Þverá/Kjarrá, 169 laxar í Langá á Mýrum, 123 laxar í Hítará og 154 laxar í Haffjarðará þó hún sé ekki í Borgarfirði er hún gjarnan talin í sama hóp. Árnar almennt hegða sér eins og það sé vika tvö í ágúst en ekki að hefjast vika fjögur og það þýðir bara að þá má reikna með áframhaldi á þokkalegri veiði í ánum næstu daga. Langtímaspáin frá Veðurstofunni spáir svo góðum hita alla næstu viku sem gæti farið að ýta ánum aftur í lítið vatn. Veiðimenn við Langá aftur á móti bíða spenntir eftir góðum hita því það á eftir að sparka veiðinni á efsta svæðinu, Fjallinu, almennilega í gang. Þar hefur verið afskaplega róleg taka vegna kulda þrátt fyrir að um 800 laxar séu komnir upp eftir samkvæmt teljaranum við Sveðjufoss. Það eina sem þarf til að koma þeim í töku er hlýrra vatn og loksins er það á leiðinni.
Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Sogið fullt af laxi Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði