Bíða atvinnuleyfis en nýta tímann vel, enda vart þverfótað fyrir verkefnum í heimahögunum Guðrún Ansnes skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Mikið í gangi hjá snillingunum í StopWaitGo vísir/GVA „Við verðum allir á landinu á meðan við erum að endurnýja atvinnuleyfið úti sem er bara kærkomið enda með nóg af boltum á lofti sem þarf að sinna hér heima, svo sem tvær heilar plötur í farvatninu ásamt öðrum verkefnum sem þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo sem nú kemur til með að halda til á klakanum að minnsta kosti fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Bandaríkjunum. Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan við hafið síðastliðið eitt og hálft ár, þar sem þeir hafa haft í nógu að snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur StopWaitGo getið sér gott orð fyrir framleiðslu slagara og haft býsna næmt auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum. Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru Pétursdóttur sem hefur átt eitt vinsælasta lag sumarsins hér á landi, No more, og hefur þegar náð athygli bandarískra plötuframleiðenda. Hún hyggst fara utan með haustinu þar sem hún kemur til með að funda með stórlöxum. Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið undan rifjum þremenninganna í Eurovision líkt og frægt er orðið, og hafa auk þess tvö ný lög komið frá henni í samvinnu við hópinn. Því til viðbótar er Friðrik Dór í StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti jú til úrslita í undankeppni Eurovision á móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé dýpra í árina tekið, í byrjun árs. Þá má ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara Ísland Got Talent, sem í vikunni sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los Angeles, Rauða nótt. Óhætt er því að segja að félagarnir hafi puttana á púlsinum og ansi naskir á rísandi stjörnur. „Við vorum til dæmis búnir að vinna lengi með Maríu áður en hún tók þátt í keppninni. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með hverju fram vindur, og gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á, en þeir hyggja sannarlega á frekari landvinninga erlendis þegar tilskilin leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjölskyldan mun koma saman um helgina í Hljómskálagarðinum í tilefni Menningarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að úr verði eitt allsherjaratriði með öllum hópnum. Eurovision Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Við verðum allir á landinu á meðan við erum að endurnýja atvinnuleyfið úti sem er bara kærkomið enda með nóg af boltum á lofti sem þarf að sinna hér heima, svo sem tvær heilar plötur í farvatninu ásamt öðrum verkefnum sem þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo sem nú kemur til með að halda til á klakanum að minnsta kosti fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Bandaríkjunum. Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan við hafið síðastliðið eitt og hálft ár, þar sem þeir hafa haft í nógu að snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur StopWaitGo getið sér gott orð fyrir framleiðslu slagara og haft býsna næmt auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum. Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru Pétursdóttur sem hefur átt eitt vinsælasta lag sumarsins hér á landi, No more, og hefur þegar náð athygli bandarískra plötuframleiðenda. Hún hyggst fara utan með haustinu þar sem hún kemur til með að funda með stórlöxum. Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið undan rifjum þremenninganna í Eurovision líkt og frægt er orðið, og hafa auk þess tvö ný lög komið frá henni í samvinnu við hópinn. Því til viðbótar er Friðrik Dór í StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti jú til úrslita í undankeppni Eurovision á móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé dýpra í árina tekið, í byrjun árs. Þá má ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara Ísland Got Talent, sem í vikunni sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los Angeles, Rauða nótt. Óhætt er því að segja að félagarnir hafi puttana á púlsinum og ansi naskir á rísandi stjörnur. „Við vorum til dæmis búnir að vinna lengi með Maríu áður en hún tók þátt í keppninni. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með hverju fram vindur, og gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á, en þeir hyggja sannarlega á frekari landvinninga erlendis þegar tilskilin leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjölskyldan mun koma saman um helgina í Hljómskálagarðinum í tilefni Menningarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að úr verði eitt allsherjaratriði með öllum hópnum.
Eurovision Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira