Styttist í Volvo S90 Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 15:56 Erfitt er að gera sér grein fyrir endanlegu útliti bílsins á þessari mynd sem náðist af bílnum. Þessi mynd náðist í prufuakstri af hinum nýja Volvo S90 fólksbíl sem leysa á af hólmi Volvo S80 bílinn. Þarna fer flaggskiup Volvo í fólksbílaflórunni og búast má við jafn glæstu útliti hans og hins nýja XC90 jeppa sem sala er nýlega hafin á. Mjög erfitt er að gera sér grein fyrir ytra útliti bílsins, svo vel er hann falinn með þykkum frauðplasthlífum, en þó sést að ljósin eru í ætt við XC90 og grillið stórt. Undirvagn þessa bíls er sá sami og undir XC90 jeppanum. Búast má við því að sömu vélargerðir verði einnig í boði í þessum bíl, með 400 hestafla tvíorkuaflrás sem þá kröftugustu. Líklega mun Volvo sýna þennan bíl seinna á þessu ári. Volvo S90 verður smíðaður í Daqing í Kína og þaðan verður bílnum dreift um allan heim. Á það sama við um hann og Volvo S60L bílinn. Í kjölfar „sedan“-útfærslunnar sem hér sést mun Volvo bjóða bílinn í langbaksútfærslu og mun hann heita Volvo V90 wagon. Vonandi er Volvo S90 líkur þessum Volvo Concept Coupé tilraunabíl. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Þessi mynd náðist í prufuakstri af hinum nýja Volvo S90 fólksbíl sem leysa á af hólmi Volvo S80 bílinn. Þarna fer flaggskiup Volvo í fólksbílaflórunni og búast má við jafn glæstu útliti hans og hins nýja XC90 jeppa sem sala er nýlega hafin á. Mjög erfitt er að gera sér grein fyrir ytra útliti bílsins, svo vel er hann falinn með þykkum frauðplasthlífum, en þó sést að ljósin eru í ætt við XC90 og grillið stórt. Undirvagn þessa bíls er sá sami og undir XC90 jeppanum. Búast má við því að sömu vélargerðir verði einnig í boði í þessum bíl, með 400 hestafla tvíorkuaflrás sem þá kröftugustu. Líklega mun Volvo sýna þennan bíl seinna á þessu ári. Volvo S90 verður smíðaður í Daqing í Kína og þaðan verður bílnum dreift um allan heim. Á það sama við um hann og Volvo S60L bílinn. Í kjölfar „sedan“-útfærslunnar sem hér sést mun Volvo bjóða bílinn í langbaksútfærslu og mun hann heita Volvo V90 wagon. Vonandi er Volvo S90 líkur þessum Volvo Concept Coupé tilraunabíl.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent