Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 6-0 | Blikar einum sigri frá titlinum Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 25. ágúst 2015 09:28 Blikar fagna einu marka sinna í dag. Vísir/Andri Marinó Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki