Eigendur Lexus bíla ánægðastir Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 13:42 Lexus NX sportjepplingurinn. Í gær voru birtar niðurstöður ánægjukönnunar bíleigenda í Bandaríkjunum og þar kom í ljós að eigendur Lexus bíla eru þeir ánægðustu vestanhafs. Lexus velti Mercedes Benz úr fyrsta sætinu frá því í fyrra og skoraði 84 af 100 stigum mögulegum. Meðaltalið var 79 og lækkaði um heil 3,7% frá fyrra ári. Mercedes Benz féll um 3 stig en náði samt skori uppá 83. Það voru reyndar aðeins tvö bílamerki sem hækkuðu á listanum þetta árið. BMW hækkaði um 3 stig og Acura, lúxusmerki Honda, hækkaði um heil 8 stig og fékk 83 og BMW náði 82. Fimmtán bílamerki lækkuðu, 10 stóðu í stað og aðeins tvö hækkuðu af þeim 27 bílamerkjum sem könnuð voru. Athygli vekur að aðallega eru það innflutt bílmerki sem skora hæst nú og reyndar sem oft áður. Hæst innlendra merkja náði Ford með 81 stig, GM fékk 79 og Fiat/Chrysler 75. Þetta er þriðja árið í röð sem ánægja bíleigenda minnkar í þessari árlegu könnun og vega þar mikið þrálátar innkallanir bílaframleiðendanna og hækkandi verð bíla vestanhafs. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent
Í gær voru birtar niðurstöður ánægjukönnunar bíleigenda í Bandaríkjunum og þar kom í ljós að eigendur Lexus bíla eru þeir ánægðustu vestanhafs. Lexus velti Mercedes Benz úr fyrsta sætinu frá því í fyrra og skoraði 84 af 100 stigum mögulegum. Meðaltalið var 79 og lækkaði um heil 3,7% frá fyrra ári. Mercedes Benz féll um 3 stig en náði samt skori uppá 83. Það voru reyndar aðeins tvö bílamerki sem hækkuðu á listanum þetta árið. BMW hækkaði um 3 stig og Acura, lúxusmerki Honda, hækkaði um heil 8 stig og fékk 83 og BMW náði 82. Fimmtán bílamerki lækkuðu, 10 stóðu í stað og aðeins tvö hækkuðu af þeim 27 bílamerkjum sem könnuð voru. Athygli vekur að aðallega eru það innflutt bílmerki sem skora hæst nú og reyndar sem oft áður. Hæst innlendra merkja náði Ford með 81 stig, GM fékk 79 og Fiat/Chrysler 75. Þetta er þriðja árið í röð sem ánægja bíleigenda minnkar í þessari árlegu könnun og vega þar mikið þrálátar innkallanir bílaframleiðendanna og hækkandi verð bíla vestanhafs.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent