Mozart litli framdi glæp Jónas Sen skrifar 27. ágúst 2015 12:00 Kórinn söng prýðilega, segir í dómnum um flutning Schola Cantorum. Einu sinni var tónverk sem var svo heilagt að nóturnar af því máttu ekki koma fyrir almanna sjónir. Ef einhver dirfðist að skrifa það niður eftir eyranu, var hann bannfærður af Vatíkaninu. Þetta var Miserere eftir Gregorio Allegri. Textinn er Davíðssálmur nr. 51. Verkið var ávallt flutt í Dymbilviku í Sixtínsku kapellunni. Það mátti hvergi flytja það annars staðar. En þá kom Mozart litli til sögunnar. Hann var fjórtán ára þegar hann heyrði tónlist Allegris. Á eftir fór hann heim og skrifaði hana niður eftir minni. Svo skrapp hann í kapelluna daginn eftir til að heyra hana aftur og fínpússa það sem hann hafði skrifað. Þetta fréttist, en alls óvænt var Mozart ekki bannfærður. Nei, páfinn Klement 14. dáðist svo að snilld drengsins að hann sæmdi hann orðu! Banninu var þó ekki aflétt af tónsmíðinni þá. Það var gert löngu síðar. Sem er eins gott fyrir Hörð Áskelsson. Hann stjórnaði flutningi hennar á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju á sunnudaginn var. Kórinn Schola cantorum söng og gerði það svo fallega að lengi verður í minnum haft. Hann tók sér stöðu fyrir aftan áheyrendur, en einsöngvari sem var félagi úr kórnum stóð við altarið fyrir framan. Tónlistin var tiltölulega einföld, fjölradda vissulega en byggðist á sífelldri endurtekningu stutts kafla. Einsöngvarinn söng laglínu og kórinn svaraði, aftur og aftur. Dulúð og helgi var yfir tónlistinni sem komst fullkomlega til skila í vönduðum flutningnum. Þótt verk Allegris væri samið á 17. öld var aðallega ný tónlist á efnisskránni á tónleikunum. Þar á meðal var splunkunýtt verk eftir Sigurð Sævarsson, Nunc dimittis. Það var lágstemmt og einfalt líkt og margt eftir Sigurð. Hljómagangurinn var fábrotinn, nánast eins og í popplagi. Tónlistin var þó mun hægari, hún var fyrst og fremst óljós kliður sem var einstaklega hrífandi. Mun stærri tónsmíð eftir John A. Speight var einnig frumflutt. Hún bar nafnið Messa semplice, þ.e. einföld messa. Þó var ekkert sérstaklega einfalt við hana. Þvert á móti tók hún sífelldum, óvæntum breytingum. Maður vissi aldrei hvað kom næst. Elísabet Waage hörpuleikari lék með kórnum og harpan gaf tónlistinni yfirbragð tímaleysis. Fyrir vikið varð tónlistin nokkuð fjarlæg, jafnvel kuldaleg – eins og oft er reyndar uppi á teningnum þegar Speight er annars vegar. En messan var tilkomumikil og stórbrotin, því er ekki hægt að neita. Kórinn söng líka prýðilega tvo sálma eftir Ešenvalds og Lauridsen, og einnig verk eftir Clemens non Papa. Tónleikunum lauk síðan með enn einum frumflutningnum, Deo dicamus gratias eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Það var stutt, fullt af hjartahlýju og gleði. Ekki verður annað sagt en að það hafi verið frábær endir á glæsilegri kirkjulistahátíð.Niðurstaða: Ný og gömul kirkjutónlist var fallega flutt. Menning Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Einu sinni var tónverk sem var svo heilagt að nóturnar af því máttu ekki koma fyrir almanna sjónir. Ef einhver dirfðist að skrifa það niður eftir eyranu, var hann bannfærður af Vatíkaninu. Þetta var Miserere eftir Gregorio Allegri. Textinn er Davíðssálmur nr. 51. Verkið var ávallt flutt í Dymbilviku í Sixtínsku kapellunni. Það mátti hvergi flytja það annars staðar. En þá kom Mozart litli til sögunnar. Hann var fjórtán ára þegar hann heyrði tónlist Allegris. Á eftir fór hann heim og skrifaði hana niður eftir minni. Svo skrapp hann í kapelluna daginn eftir til að heyra hana aftur og fínpússa það sem hann hafði skrifað. Þetta fréttist, en alls óvænt var Mozart ekki bannfærður. Nei, páfinn Klement 14. dáðist svo að snilld drengsins að hann sæmdi hann orðu! Banninu var þó ekki aflétt af tónsmíðinni þá. Það var gert löngu síðar. Sem er eins gott fyrir Hörð Áskelsson. Hann stjórnaði flutningi hennar á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju á sunnudaginn var. Kórinn Schola cantorum söng og gerði það svo fallega að lengi verður í minnum haft. Hann tók sér stöðu fyrir aftan áheyrendur, en einsöngvari sem var félagi úr kórnum stóð við altarið fyrir framan. Tónlistin var tiltölulega einföld, fjölradda vissulega en byggðist á sífelldri endurtekningu stutts kafla. Einsöngvarinn söng laglínu og kórinn svaraði, aftur og aftur. Dulúð og helgi var yfir tónlistinni sem komst fullkomlega til skila í vönduðum flutningnum. Þótt verk Allegris væri samið á 17. öld var aðallega ný tónlist á efnisskránni á tónleikunum. Þar á meðal var splunkunýtt verk eftir Sigurð Sævarsson, Nunc dimittis. Það var lágstemmt og einfalt líkt og margt eftir Sigurð. Hljómagangurinn var fábrotinn, nánast eins og í popplagi. Tónlistin var þó mun hægari, hún var fyrst og fremst óljós kliður sem var einstaklega hrífandi. Mun stærri tónsmíð eftir John A. Speight var einnig frumflutt. Hún bar nafnið Messa semplice, þ.e. einföld messa. Þó var ekkert sérstaklega einfalt við hana. Þvert á móti tók hún sífelldum, óvæntum breytingum. Maður vissi aldrei hvað kom næst. Elísabet Waage hörpuleikari lék með kórnum og harpan gaf tónlistinni yfirbragð tímaleysis. Fyrir vikið varð tónlistin nokkuð fjarlæg, jafnvel kuldaleg – eins og oft er reyndar uppi á teningnum þegar Speight er annars vegar. En messan var tilkomumikil og stórbrotin, því er ekki hægt að neita. Kórinn söng líka prýðilega tvo sálma eftir Ešenvalds og Lauridsen, og einnig verk eftir Clemens non Papa. Tónleikunum lauk síðan með enn einum frumflutningnum, Deo dicamus gratias eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Það var stutt, fullt af hjartahlýju og gleði. Ekki verður annað sagt en að það hafi verið frábær endir á glæsilegri kirkjulistahátíð.Niðurstaða: Ný og gömul kirkjutónlist var fallega flutt.
Menning Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira