Laxveiðin um 50% meiri en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2015 09:00 Laxveiðin í ár hefur farið framúr öllum væntingum og þegar hafa met fallið þegar nóg er eftir af veiðitímanum. Blanda er hæst viðmiðunaránna hjá Landssambandi Veiðifélaga en vikulegur listi þeirra í fyrradag sýnir góða stöðu mála í ánum. Alls komu 4.984 laxar á land úr þessum ám í liðinni viku og var Ytri Rangá þar hæst með 833 laxa á land í síðustu viku sem er ekkert annað en mokveiði. Hæsta veiði úr sjálfbærri á hingað til var úr Þverá og Kjarrá árið 2005 þegar 4.165 laxi var landað og Blöndu vantar aðeins um 600 laxa til að ná því meti og miðað við gang mála í Blöndu er ekkert ólíklegt að þetta met verði slegið í sumar. Á sama tíma síðasta sumar voru komnir 13.400 laxar úr viðmiðunaránum en staðan núna er 27.465 laxar sem er ríflega helmingsmunur. Þrátt fyrir að Blanda sé að skila þessari feyknaveiði verður hún á endanum að láta eftir fyrir Ytri Rangá en hennar besti tími var að renna upp og áin er víða hreinlega blá af laxi og ennþá eru gríðarlega stórar göngur í hana. Eystri Rangá er loksins komin á almennilegt skrið og í síðustu viku vieddust 533 laxar í henni. Þegar rætt er um vikuveiði kemst annars engin á með tærnar þar sem Laxá á Ásum er með hælana en vikuveiðin úr henni síðustu þrjár vikur hefur verið um 250 laxar á viku á aðeins tvær stangir sem gera tæplega 18 laxar á stöng á dag. Listann frá Landssambandi Veiðifélaga má finna í heild sinni hér. Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði
Laxveiðin í ár hefur farið framúr öllum væntingum og þegar hafa met fallið þegar nóg er eftir af veiðitímanum. Blanda er hæst viðmiðunaránna hjá Landssambandi Veiðifélaga en vikulegur listi þeirra í fyrradag sýnir góða stöðu mála í ánum. Alls komu 4.984 laxar á land úr þessum ám í liðinni viku og var Ytri Rangá þar hæst með 833 laxa á land í síðustu viku sem er ekkert annað en mokveiði. Hæsta veiði úr sjálfbærri á hingað til var úr Þverá og Kjarrá árið 2005 þegar 4.165 laxi var landað og Blöndu vantar aðeins um 600 laxa til að ná því meti og miðað við gang mála í Blöndu er ekkert ólíklegt að þetta met verði slegið í sumar. Á sama tíma síðasta sumar voru komnir 13.400 laxar úr viðmiðunaránum en staðan núna er 27.465 laxar sem er ríflega helmingsmunur. Þrátt fyrir að Blanda sé að skila þessari feyknaveiði verður hún á endanum að láta eftir fyrir Ytri Rangá en hennar besti tími var að renna upp og áin er víða hreinlega blá af laxi og ennþá eru gríðarlega stórar göngur í hana. Eystri Rangá er loksins komin á almennilegt skrið og í síðustu viku vieddust 533 laxar í henni. Þegar rætt er um vikuveiði kemst annars engin á með tærnar þar sem Laxá á Ásum er með hælana en vikuveiðin úr henni síðustu þrjár vikur hefur verið um 250 laxar á viku á aðeins tvær stangir sem gera tæplega 18 laxar á stöng á dag. Listann frá Landssambandi Veiðifélaga má finna í heild sinni hér.
Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði