64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2015 12:32 Dammurinn í Blöndu á svæði I Mynd: www.lax-a.net Veiðin í Blöndu er búin að vera og er ennþá feyknagóð en áin hefur þegar bætt gamla metið sitt. það sem er gaman að sjá þegar veiðin af þeim fjórum svæðum sem í ánni eru, er að efstu þrjú svæðin eru að gefa nokkuð jafna veiði. Svæði II sem hefur lengi verið litið stundað er að koma mjög sterkt inn enda um frábært fluguveiðisvæði að ræða. Þar hafa veiðst 451 laxar á fjórar stangir. Svæði III þar sem veitt er á þrjár stangir hefur gefið 439 laxa og síðan hafa komið 386 laxar af svæði IV. Svæði I ber auðvitað höfuð og herðar yfir heildinni en þar hafa í heildina komið 2.285 laxar á land sem í sjálfu sér hefði verið alveg frábært ár í Blöndu. Það er veitt á fjórar stangir á svæði I og mest á fjórum veiðistöðum. Norður- og suður Dammi og síðan Norður- og suður Breiðu. Miðað við þetta er svæði I að gefa 8 laxa á stöng á dag sem er frábær veiði í alla staði. Blanda er í dag með 3.561 lax og þarf aðeins rúmlega vikuveiði til að fara yfir 4.000 laxa og þar sem hún er ekki á leiðinni á yfirfall á næstunni er þetta met langleiðina með að verða að veruleika. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði
Veiðin í Blöndu er búin að vera og er ennþá feyknagóð en áin hefur þegar bætt gamla metið sitt. það sem er gaman að sjá þegar veiðin af þeim fjórum svæðum sem í ánni eru, er að efstu þrjú svæðin eru að gefa nokkuð jafna veiði. Svæði II sem hefur lengi verið litið stundað er að koma mjög sterkt inn enda um frábært fluguveiðisvæði að ræða. Þar hafa veiðst 451 laxar á fjórar stangir. Svæði III þar sem veitt er á þrjár stangir hefur gefið 439 laxa og síðan hafa komið 386 laxar af svæði IV. Svæði I ber auðvitað höfuð og herðar yfir heildinni en þar hafa í heildina komið 2.285 laxar á land sem í sjálfu sér hefði verið alveg frábært ár í Blöndu. Það er veitt á fjórar stangir á svæði I og mest á fjórum veiðistöðum. Norður- og suður Dammi og síðan Norður- og suður Breiðu. Miðað við þetta er svæði I að gefa 8 laxa á stöng á dag sem er frábær veiði í alla staði. Blanda er í dag með 3.561 lax og þarf aðeins rúmlega vikuveiði til að fara yfir 4.000 laxa og þar sem hún er ekki á leiðinni á yfirfall á næstunni er þetta met langleiðina með að verða að veruleika.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði