The Vintage Caravan í tónleikaferð með Europe Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. ágúst 2015 08:00 Hljómsveitin Vintage Caravan fer í sína fyrstu tónleikaferð erlendis sem aðalnúmerið. mynd/nicholas þór peter helgason Hljómsveitin The Vintage Caravan er á leið í tónleikaferð með sænsku rokkhljómsveitinni Europe, sem er líklega þekktust fyrir að hafa sent frá sér ofursmellinn The Final Countdown árið 1986. „Þeir höfðu samband við bókunarskrifstofuna okkar og bókarinn okkar lagði fram að við ættum að taka þennan túr með þeim. Það er erfitt að hafa ekki heyrt eitthvað af lögunum þeirra og ég veit að þetta verður rosalega gaman,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, fullur tilhlökkunar. Hljómsveitirnar verða saman á tónleikaferð í tæpar þrjár vikur og ferðast um Skandinavíu, Eistland, Lettland, Litháen og víðar. Europe birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem sveitin fer fögrum orðum um íslensku rokkarana og líkir þeim meðal annars við merkar hljómsveitir á borð við Black Sabbath og Rush. Íslensku rokkararnir í The Vintage Caravan gera út frá Sønderborg í Danmörku en sveitin flutti þangað á síðasta ári. „Við vorum allt seinasta ár hérna úti en komum heim til að taka upp nýju plötuna og vorum heima í 4-5 mánuði. Lífið er er rosa næs hérna úti og gerir okkur kleift að spila meira í Evrópu,“ segir Óskar Logi, en sveitin spilaði jafnframt á um hundrað tónleikum erlendis í fyrra. Þann 19. september hefst svo fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á erlendri grundu þar sem hún er aðalnúmerið. „Við erum að fara að taka fyrsta headline-túrinn okkar í Bretlandi í september. Við verðum í rúma viku þar og svo erum við að spila nokkuð þétt út árið.“ Sveitin kom fram á Sonic Blast-tónlistarhátíðinni á afmælisdegi Óskars Loga fyrir skömmu og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir hann. „Þetta var skemmtilegt, það voru um tvö þúsund manns sem sungu fyrir mig,“ bætir Óskar Logi við. The Vintage Caravan hefur í hyggju að kom koma aftur til Íslands í október og halda útgáfutónleika en sveitin gaf út plötuna Arrival fyrr á þessu ári sem hefur fengið prýðis gagnrýni. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin The Vintage Caravan er á leið í tónleikaferð með sænsku rokkhljómsveitinni Europe, sem er líklega þekktust fyrir að hafa sent frá sér ofursmellinn The Final Countdown árið 1986. „Þeir höfðu samband við bókunarskrifstofuna okkar og bókarinn okkar lagði fram að við ættum að taka þennan túr með þeim. Það er erfitt að hafa ekki heyrt eitthvað af lögunum þeirra og ég veit að þetta verður rosalega gaman,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, fullur tilhlökkunar. Hljómsveitirnar verða saman á tónleikaferð í tæpar þrjár vikur og ferðast um Skandinavíu, Eistland, Lettland, Litháen og víðar. Europe birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem sveitin fer fögrum orðum um íslensku rokkarana og líkir þeim meðal annars við merkar hljómsveitir á borð við Black Sabbath og Rush. Íslensku rokkararnir í The Vintage Caravan gera út frá Sønderborg í Danmörku en sveitin flutti þangað á síðasta ári. „Við vorum allt seinasta ár hérna úti en komum heim til að taka upp nýju plötuna og vorum heima í 4-5 mánuði. Lífið er er rosa næs hérna úti og gerir okkur kleift að spila meira í Evrópu,“ segir Óskar Logi, en sveitin spilaði jafnframt á um hundrað tónleikum erlendis í fyrra. Þann 19. september hefst svo fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á erlendri grundu þar sem hún er aðalnúmerið. „Við erum að fara að taka fyrsta headline-túrinn okkar í Bretlandi í september. Við verðum í rúma viku þar og svo erum við að spila nokkuð þétt út árið.“ Sveitin kom fram á Sonic Blast-tónlistarhátíðinni á afmælisdegi Óskars Loga fyrir skömmu og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir hann. „Þetta var skemmtilegt, það voru um tvö þúsund manns sem sungu fyrir mig,“ bætir Óskar Logi við. The Vintage Caravan hefur í hyggju að kom koma aftur til Íslands í október og halda útgáfutónleika en sveitin gaf út plötuna Arrival fyrr á þessu ári sem hefur fengið prýðis gagnrýni.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira