Jökla að nálgast 400 laxa veiði Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2015 11:00 Hólaflúð í Jöklu en þetta hefur verið einn besti staðurinn í ánni í sumar Um það bil 400 laxar hafa veiðst á Jöklusvæðinu og stefnir í metár þar á bæ en mikið af laxi hefur gengið í ársvæðið í sumar. Svæðið kennt við Jöklu samanstendur af Jöklu, Kaldá, Laxá og Fögruhlíðará. Staðan í Hálsalóni er góð fyrir veiðimenn því ekkert útlit er fyrir að Jökla fari í yfirfall í september sem þýðir að hún verður líklega í fyrsta skipti veidd þann mánuðinn. Samkvæmt fréttum frá leigutakanum Þresti Elliðasyni er megnið af laxinum ennþá neðan Hólaflúðar og lítið hefur ennþá gengið upp á efri svæðin. Hliðarárnar hafa einnig verið að gefa fína veiði og er nokkuð mikið af sjóbleikju í neðri hluta Kaldár sem dæmi og þar getur hún oft orðið mjög væn. Smálaxagöngurnar hafa verið mjög góðar en framan af tímabilinu var svo til eingöngu tveggja ára lax að taka flugurnar hjá veiðimönnum. Besta tímabilið er í raun eftir og það er ekkert ólíklegt að með þokkalegri aðsókn gætu 200-300 laxar bæst við töluna sem gerir þetta að besta ári fyrr og síðar í Jöklu og hliðarám hennar. Mest lesið Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Mikið líf í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði
Um það bil 400 laxar hafa veiðst á Jöklusvæðinu og stefnir í metár þar á bæ en mikið af laxi hefur gengið í ársvæðið í sumar. Svæðið kennt við Jöklu samanstendur af Jöklu, Kaldá, Laxá og Fögruhlíðará. Staðan í Hálsalóni er góð fyrir veiðimenn því ekkert útlit er fyrir að Jökla fari í yfirfall í september sem þýðir að hún verður líklega í fyrsta skipti veidd þann mánuðinn. Samkvæmt fréttum frá leigutakanum Þresti Elliðasyni er megnið af laxinum ennþá neðan Hólaflúðar og lítið hefur ennþá gengið upp á efri svæðin. Hliðarárnar hafa einnig verið að gefa fína veiði og er nokkuð mikið af sjóbleikju í neðri hluta Kaldár sem dæmi og þar getur hún oft orðið mjög væn. Smálaxagöngurnar hafa verið mjög góðar en framan af tímabilinu var svo til eingöngu tveggja ára lax að taka flugurnar hjá veiðimönnum. Besta tímabilið er í raun eftir og það er ekkert ólíklegt að með þokkalegri aðsókn gætu 200-300 laxar bæst við töluna sem gerir þetta að besta ári fyrr og síðar í Jöklu og hliðarám hennar.
Mest lesið Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Mikið líf í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði