Réðu gátuna um Hvannadalshnjúk: "Það skemmtilegasta sem ég hef gert“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. ágúst 2015 23:15 Sigmar, Magnea, Kári og Hrafn, öll starfsmenn OZ, við ísskápinn þar sem flíkin var falin. Auk þeirra tóku Ólafur Ragnar, Ólafur Sverrir og Birkir, einnig starfsmenn OZ, þátt í leitinni að Hvannadalshnjúk. „Það fór alveg hellings tími í þetta og það hefði verið leiðinlegt hefði hann farið í ekki neitt,“ segir Hrafn Eiríksson, forritari hjá OZ, en hann ásamt vinnufélögum bar sigur úr bítum í leik sem 66° Norður stóð fyrir. Fyrirtækið hafði falið jakka af gerðinni Hvannadalshnjúkur á höfuðborgarsvæðinu og birti í kjölfarið vísbendingar um hvar peysuna væri að finna. Að auki var gefið út að jakkinn væri falinn á svölum stað. Vísbendingarnar voru alls níu en þegar fólki gekk illa að ráða í þær var brugðið á það ráð að búa til tvær auka. „Ég rakst á vísbendingarnar og það fyrsta sem ég sá voru týpískar tölvunördavísbendingar. Ég horfði á nokkrar þarna og hugsaði með mér að þetta gæti varla verið léttara. Sá þarna hexadecimal tölur, týpíska tölvunarfræði spurningu, og sínus bylgjur sem er standard hljóð- og verkfræði. En þegar við vorum búnir með þær þrjár þá vorum við alveg týndir.“ Vísbendingin sem kom þeim á sporið. Margflötungur plús Hraun í Öxnadal verður að Flatahrauni.mynd/66° norður Ferskur hugur hjálpaði við að leysa gátuna Hrafn og félagi hans brugðu á það ráð að spyrja vinnufélaga sína út í hinar vísbendingarnar og urðu kaffipásur þeirra eilítið lengri í kjölfarið þar sem þær voru helgaðar verkefninu. Í sameiningu tókst þeim að ráða fáeinar vísbendingar í viðbót en ekki nægilega margar til að finna staðsetningu jakkans. Á þriðjudag komu síðustu aukavísbendingarnar inn. „Við kláruðum vinnu snemma á þriðjudag og sökktum okkur í þetta. Þegar síðasta vísbendingin kom sátum við hópurinn yfir henni í meira en klukkustund án árangurs. Ég er ekki að grínast, ég lá bugaður í fósturstellingunni og hin voru að fá magasár,“ segir Hrafn og hlær. Það varð þeim til happs að fá ferskan huga í verkið vinnufélagi þeirra gekk inn og réð gátuna á andartaki. Síðasta vísbendingin sýnir margflötung og útlínur Hrauns í Öxnadal. Saman myndaði það Flatahraun en hluti stafanna úr vísbendingunum sem þau höfðu ráðið pössuðu við götuheitið. „Þetta var nógu klikkað til að geta virkað þannig við brunuðum í Hafnarfjörð.“ Kári, Hrafn, Sigmar og Magnea hentu að sjálfsögðu í „sjálfu“ til að fagna árangrinum.mynd/hrafn Skemmtilegasta sem ég hef gertFlatahraunið er skrambi löng gata og leitarsvæðið því stórt. „Við ókum götuna fram og aftur í grenjandi rigningu og sáum varla út um gluggann. Eftir meira en korter sá ég ísskáp liggja við götuna og mundi að peysan væri falin á svölum stað. Við kíktum út og sáum að á ísskápnum var mynd af Hvannadalshnjúk þannig peysan var fundin.“ En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Á ísskápnum var sver keðja sem kom í veg fyrir að hann væri opnaður og hún var fest með talnalás. Upp komu hugmyndir um að saga keðjuna og að flytja ísskápinn á brott því engum datt í hug hvaða fjögurra stafa talnaruna gæti opnað lásinn. „Svo kom það bara allt í einu,“ segir Hrafn. „Það kom ekkert annað til greina en hæðin á Hvannadalshnjúki.“ Og það stóð heima. Tindurinn er 2110 metrum yfir sjávarmáli og talnarunan 2-1-1-0 opnaði lásinn og færði þeim þar með peysuna. Aðspurður um hver fái að eiga gripinn fyrst þetta var hópavinna segir Hrafn að ýmsar hugmyndir séu uppi um hvernig honum verði ráðstafað. Ein hugmyndin sé sú að skila honum eða selja og nýta fjárhæðina til að styrkja eitthvað gott mál. Önnur hugmynd sé að vinnan fari út að borða fyrir upphæðina. Það sé enn óljóst. „Þetta snerist í raun alltaf minnst um peysuna heldur frekar þessa óútskýranlegu þörf til að leysa þrautir og gátur sem ég efast ekki um að margir tölvunarfræðingar og stærðfræðingar kannast við. Tilfinningin var eiginlega ólýsanleg. Þessi leikur var líklega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og hann ætti að vera öðrum til eftirbreytni,“ segir Hrafn að lokum. Hvannadalshnjúkur Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
„Það fór alveg hellings tími í þetta og það hefði verið leiðinlegt hefði hann farið í ekki neitt,“ segir Hrafn Eiríksson, forritari hjá OZ, en hann ásamt vinnufélögum bar sigur úr bítum í leik sem 66° Norður stóð fyrir. Fyrirtækið hafði falið jakka af gerðinni Hvannadalshnjúkur á höfuðborgarsvæðinu og birti í kjölfarið vísbendingar um hvar peysuna væri að finna. Að auki var gefið út að jakkinn væri falinn á svölum stað. Vísbendingarnar voru alls níu en þegar fólki gekk illa að ráða í þær var brugðið á það ráð að búa til tvær auka. „Ég rakst á vísbendingarnar og það fyrsta sem ég sá voru týpískar tölvunördavísbendingar. Ég horfði á nokkrar þarna og hugsaði með mér að þetta gæti varla verið léttara. Sá þarna hexadecimal tölur, týpíska tölvunarfræði spurningu, og sínus bylgjur sem er standard hljóð- og verkfræði. En þegar við vorum búnir með þær þrjár þá vorum við alveg týndir.“ Vísbendingin sem kom þeim á sporið. Margflötungur plús Hraun í Öxnadal verður að Flatahrauni.mynd/66° norður Ferskur hugur hjálpaði við að leysa gátuna Hrafn og félagi hans brugðu á það ráð að spyrja vinnufélaga sína út í hinar vísbendingarnar og urðu kaffipásur þeirra eilítið lengri í kjölfarið þar sem þær voru helgaðar verkefninu. Í sameiningu tókst þeim að ráða fáeinar vísbendingar í viðbót en ekki nægilega margar til að finna staðsetningu jakkans. Á þriðjudag komu síðustu aukavísbendingarnar inn. „Við kláruðum vinnu snemma á þriðjudag og sökktum okkur í þetta. Þegar síðasta vísbendingin kom sátum við hópurinn yfir henni í meira en klukkustund án árangurs. Ég er ekki að grínast, ég lá bugaður í fósturstellingunni og hin voru að fá magasár,“ segir Hrafn og hlær. Það varð þeim til happs að fá ferskan huga í verkið vinnufélagi þeirra gekk inn og réð gátuna á andartaki. Síðasta vísbendingin sýnir margflötung og útlínur Hrauns í Öxnadal. Saman myndaði það Flatahraun en hluti stafanna úr vísbendingunum sem þau höfðu ráðið pössuðu við götuheitið. „Þetta var nógu klikkað til að geta virkað þannig við brunuðum í Hafnarfjörð.“ Kári, Hrafn, Sigmar og Magnea hentu að sjálfsögðu í „sjálfu“ til að fagna árangrinum.mynd/hrafn Skemmtilegasta sem ég hef gertFlatahraunið er skrambi löng gata og leitarsvæðið því stórt. „Við ókum götuna fram og aftur í grenjandi rigningu og sáum varla út um gluggann. Eftir meira en korter sá ég ísskáp liggja við götuna og mundi að peysan væri falin á svölum stað. Við kíktum út og sáum að á ísskápnum var mynd af Hvannadalshnjúk þannig peysan var fundin.“ En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Á ísskápnum var sver keðja sem kom í veg fyrir að hann væri opnaður og hún var fest með talnalás. Upp komu hugmyndir um að saga keðjuna og að flytja ísskápinn á brott því engum datt í hug hvaða fjögurra stafa talnaruna gæti opnað lásinn. „Svo kom það bara allt í einu,“ segir Hrafn. „Það kom ekkert annað til greina en hæðin á Hvannadalshnjúki.“ Og það stóð heima. Tindurinn er 2110 metrum yfir sjávarmáli og talnarunan 2-1-1-0 opnaði lásinn og færði þeim þar með peysuna. Aðspurður um hver fái að eiga gripinn fyrst þetta var hópavinna segir Hrafn að ýmsar hugmyndir séu uppi um hvernig honum verði ráðstafað. Ein hugmyndin sé sú að skila honum eða selja og nýta fjárhæðina til að styrkja eitthvað gott mál. Önnur hugmynd sé að vinnan fari út að borða fyrir upphæðina. Það sé enn óljóst. „Þetta snerist í raun alltaf minnst um peysuna heldur frekar þessa óútskýranlegu þörf til að leysa þrautir og gátur sem ég efast ekki um að margir tölvunarfræðingar og stærðfræðingar kannast við. Tilfinningin var eiginlega ólýsanleg. Þessi leikur var líklega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og hann ætti að vera öðrum til eftirbreytni,“ segir Hrafn að lokum.
Hvannadalshnjúkur Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira