Ættmóðir BMW fjölskyldunnar fellur frá Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 10:04 Johanna Quandt. Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent
Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent