Lamaðist í skiðaslysi fyrir fjórum árum en spilar fótbolta í Pepsi-deildinni í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2015 21:58 Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00
Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15
Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00
Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00
Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00