Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2015 16:00 Flott bleikja úr Úlfljótsvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Núna á stærstu ferðahelgi ársins eru eflaust margir sem hafa pakkað veiðistöng og tilheyrandi búnaði með í bílinn fyrir helgina. Veðurspáin er veiðimönnum ,sem ætla að kíkja í vötnin um land allt, mjög hagstæð og það ættu allir að geta fundið sér vatn við hæfi. Á sunnudaginn er spáð hægviðri og frábæru veðri t.d. fyrir Þingvallavatn og Úlfljótsvatn en það síðarnefnda hefur verið að koma sérstaklega sterkt inn núna seinnipartinn í júlí. Hraunsfjörður og Hópið eru líka búin að gefa frábæra veiði á sólardögum í sumar og núna er einmitt að hefjast langbesti tíminn í sjóbleikjuna. Á þessum tíma koma gjarnan stærstu göngurnar í árnar og þá geta neðri svæðin í t.d. Miðfjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá og Hrútafjarðará fylst af flottri sjóbleikju. Þegar veðrið er skoðað fram á mánudag er útlit fyrir gott veiðiveður um allt land. Það á að vera þurrt meira og minna alla helgina með hlýnandi veðri sem eru kjörskilyrði fyrir vötnin á heiðunum. Arnarvatnsheiði, Skagaheiði og Melrakkaslétta gætu því verið málið um helgina. Annara er þetta frekar þannig að það er erfitt að velja hvert það á að vera þegar það spáin svona góðri helgi. Endilega deilið með okkur helgarveiðinni ykkar og sendið okkur póst á kalli@365.is með veiðimyndum og smá veiðisögu. Góða helgi og góða veiði. Mest lesið Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði
Núna á stærstu ferðahelgi ársins eru eflaust margir sem hafa pakkað veiðistöng og tilheyrandi búnaði með í bílinn fyrir helgina. Veðurspáin er veiðimönnum ,sem ætla að kíkja í vötnin um land allt, mjög hagstæð og það ættu allir að geta fundið sér vatn við hæfi. Á sunnudaginn er spáð hægviðri og frábæru veðri t.d. fyrir Þingvallavatn og Úlfljótsvatn en það síðarnefnda hefur verið að koma sérstaklega sterkt inn núna seinnipartinn í júlí. Hraunsfjörður og Hópið eru líka búin að gefa frábæra veiði á sólardögum í sumar og núna er einmitt að hefjast langbesti tíminn í sjóbleikjuna. Á þessum tíma koma gjarnan stærstu göngurnar í árnar og þá geta neðri svæðin í t.d. Miðfjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá og Hrútafjarðará fylst af flottri sjóbleikju. Þegar veðrið er skoðað fram á mánudag er útlit fyrir gott veiðiveður um allt land. Það á að vera þurrt meira og minna alla helgina með hlýnandi veðri sem eru kjörskilyrði fyrir vötnin á heiðunum. Arnarvatnsheiði, Skagaheiði og Melrakkaslétta gætu því verið málið um helgina. Annara er þetta frekar þannig að það er erfitt að velja hvert það á að vera þegar það spáin svona góðri helgi. Endilega deilið með okkur helgarveiðinni ykkar og sendið okkur póst á kalli@365.is með veiðimyndum og smá veiðisögu. Góða helgi og góða veiði.
Mest lesið Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði