Spyker sameinast Volta Volare Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 15:55 Bílar Spyker hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun. Hollenski rafmagnsbílaframleiðandinn Spyker smíðaði ógnafallega bíla áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember síðastliðnum. Nú hefur Spyker verið sameinað lúxusflugvélasmiðnum Volta Volare sem er með höfuðstöðvar í borginni Portland í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ekki fylgir sögunni hvaða stefnu Spyker mun taka og hverskonar bílar muni koma frá fyrirtækinu í framhaldinu, en þeir gætu áfram orðið hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tvíorkubílar. Victor Muller stofnandi og eigandi Spyker hefur semsagt ekki gefist upp á bílaframleiðslu og ætlar að halda ótrauður áfram að smíða eftirtektaverða bíla, en eitt er víst, hann er maður sem aldrei gefst upp þrátt fyrir hremmingar. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
Hollenski rafmagnsbílaframleiðandinn Spyker smíðaði ógnafallega bíla áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember síðastliðnum. Nú hefur Spyker verið sameinað lúxusflugvélasmiðnum Volta Volare sem er með höfuðstöðvar í borginni Portland í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ekki fylgir sögunni hvaða stefnu Spyker mun taka og hverskonar bílar muni koma frá fyrirtækinu í framhaldinu, en þeir gætu áfram orðið hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tvíorkubílar. Victor Muller stofnandi og eigandi Spyker hefur semsagt ekki gefist upp á bílaframleiðslu og ætlar að halda ótrauður áfram að smíða eftirtektaverða bíla, en eitt er víst, hann er maður sem aldrei gefst upp þrátt fyrir hremmingar.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent