Spyker sameinast Volta Volare Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 15:55 Bílar Spyker hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun. Hollenski rafmagnsbílaframleiðandinn Spyker smíðaði ógnafallega bíla áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember síðastliðnum. Nú hefur Spyker verið sameinað lúxusflugvélasmiðnum Volta Volare sem er með höfuðstöðvar í borginni Portland í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ekki fylgir sögunni hvaða stefnu Spyker mun taka og hverskonar bílar muni koma frá fyrirtækinu í framhaldinu, en þeir gætu áfram orðið hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tvíorkubílar. Victor Muller stofnandi og eigandi Spyker hefur semsagt ekki gefist upp á bílaframleiðslu og ætlar að halda ótrauður áfram að smíða eftirtektaverða bíla, en eitt er víst, hann er maður sem aldrei gefst upp þrátt fyrir hremmingar. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent
Hollenski rafmagnsbílaframleiðandinn Spyker smíðaði ógnafallega bíla áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember síðastliðnum. Nú hefur Spyker verið sameinað lúxusflugvélasmiðnum Volta Volare sem er með höfuðstöðvar í borginni Portland í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ekki fylgir sögunni hvaða stefnu Spyker mun taka og hverskonar bílar muni koma frá fyrirtækinu í framhaldinu, en þeir gætu áfram orðið hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tvíorkubílar. Victor Muller stofnandi og eigandi Spyker hefur semsagt ekki gefist upp á bílaframleiðslu og ætlar að halda ótrauður áfram að smíða eftirtektaverða bíla, en eitt er víst, hann er maður sem aldrei gefst upp þrátt fyrir hremmingar.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent