Næsti Prius PHEV með 55 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 09:56 Toyota Prius PHEV Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent
Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent