Pútín: Blatter á skilið Nóbelsverðlaun Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. júlí 2015 10:30 Sáttir saman félagarnir. Vísir/Getty Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, segir að hinn mjög svo umdeildi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, Sepp Blatter, eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Blatter hefur samkvæmt miðlum erlendis undanfarin ár sóst eftir friðarverðlaunum Nóbels og var átak knattspyrnusambandsins sem kallað var Friðarhandarbandið hluti af því. Nóbelsverðlaunanefndin hætti hinsvegar öllum afskiptum af knattspyrnusambandinu eftir að sjö háttsettir starfsmenn FIFA voru handteknir vegna gruns um spillingu og mútuþægni innan sambandsins. Leiddu handtökurnar til þess að Blatter ákvað að segja af sér sem forseti sambandsins stuttu eftir að hafa verið kosinn forseti sambandsins í fimmta sinn. Verður kosið um nýjan forseta knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar næstkomandi en Blatter virðist ekki vera búinn að gefa upp von að hann verði endurkjörinn og haldi áfram sem forseti sambandsins í stól sem hann hefur setið undanfarin sautján ár. Meðal þess sem þótti hvað umdeildast í stjórnartíð Blatters var ákvörðun framkvæmdarnefndar sambandsins um að úthluta Rússlandi Heimsmeistaramótinu árið 2018 og mið-austurlenska olíuveldinu Katar Heimsmeistaramótinu 2022. Hafa breskir miðlar sannað að meðlimir framkvæmdarráðsins hafi boðið atkvæði sín til sölu en þrátt fyrir það hefur Blatter sagt að ákvörðuninni verði ekki haggað. Pútín var í viðtali við svissneska miðilinn RTS í tilefni þess að dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 í Rússlandi um helgina og kom hann vini sínum til varnar. „Forystumenn íþróttahreyfinga út um allan heim eins og herra Blatter, eiga að mínu mati skilið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu íþróttana. Ef einhver á skilið að fá Nóbelsverðlaunin, þá er það þetta fólk. Þótt við höfum öll lesið um spillinguna innan knattspyrnusambandsins þá er ég viss um að hann sjálfur átti engan þátt í þessu.“ FIFA Nóbelsverðlaun Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, segir að hinn mjög svo umdeildi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, Sepp Blatter, eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Blatter hefur samkvæmt miðlum erlendis undanfarin ár sóst eftir friðarverðlaunum Nóbels og var átak knattspyrnusambandsins sem kallað var Friðarhandarbandið hluti af því. Nóbelsverðlaunanefndin hætti hinsvegar öllum afskiptum af knattspyrnusambandinu eftir að sjö háttsettir starfsmenn FIFA voru handteknir vegna gruns um spillingu og mútuþægni innan sambandsins. Leiddu handtökurnar til þess að Blatter ákvað að segja af sér sem forseti sambandsins stuttu eftir að hafa verið kosinn forseti sambandsins í fimmta sinn. Verður kosið um nýjan forseta knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar næstkomandi en Blatter virðist ekki vera búinn að gefa upp von að hann verði endurkjörinn og haldi áfram sem forseti sambandsins í stól sem hann hefur setið undanfarin sautján ár. Meðal þess sem þótti hvað umdeildast í stjórnartíð Blatters var ákvörðun framkvæmdarnefndar sambandsins um að úthluta Rússlandi Heimsmeistaramótinu árið 2018 og mið-austurlenska olíuveldinu Katar Heimsmeistaramótinu 2022. Hafa breskir miðlar sannað að meðlimir framkvæmdarráðsins hafi boðið atkvæði sín til sölu en þrátt fyrir það hefur Blatter sagt að ákvörðuninni verði ekki haggað. Pútín var í viðtali við svissneska miðilinn RTS í tilefni þess að dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 í Rússlandi um helgina og kom hann vini sínum til varnar. „Forystumenn íþróttahreyfinga út um allan heim eins og herra Blatter, eiga að mínu mati skilið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu íþróttana. Ef einhver á skilið að fá Nóbelsverðlaunin, þá er það þetta fólk. Þótt við höfum öll lesið um spillinguna innan knattspyrnusambandsins þá er ég viss um að hann sjálfur átti engan þátt í þessu.“
FIFA Nóbelsverðlaun Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn