Dodge tvöfaldar framleiðslu Hellcat á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 11:56 Dodge Challenger Hellcat fer létt með að brenna gúmmíi með sín 707 hestöfl. Svo vel gengur Dodge að selja 707 hestafla kraftatröllin Dodge Challenger og Charger að fyrirtækið hefur ákveðið að tvöfalda framleiðslu þeirra á næsta ári. Dodge hefur ekki haft undan að framleiða 2015 árgerðina af þessum bílum og hefur neyðst til þess að afturkalla 900 pantanir af 2015 árgerðinni af bílunum og verða þeir kaupendur að fara aftur á biðlista eftir 2016 árgerðinni af þeim og hefur það fallið í grýttan jarðveg. Þessir kaupendur munu hinsvegar fá árgerð 2016 af bílunum á verði 2015 árgerð þeirra, þó svo bílarnir hækki í verði á milli árgerða. Verðið á Dodge Challenger SRT Hellcat og Charger SRT Hellcat af árgerð 2016 hefur hinsvegar ekki verið ákveðið enn. Dodge mun aftur taka við pöntunum á Hellcat bílum frá og með 10. ágúst og þær bílasölur sem panta of mikið af þeim og selja þá ekki hratt verður ekki leyft að panta meira af bílunum. Með þessu vill Dodge koma í veg fyrir að ákveðin umboð panti upp lagerinn af framleiðslu Hellcat og hækki verð þeirra vegna skorts á bílunum hjá öðrum bílasölum. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent
Svo vel gengur Dodge að selja 707 hestafla kraftatröllin Dodge Challenger og Charger að fyrirtækið hefur ákveðið að tvöfalda framleiðslu þeirra á næsta ári. Dodge hefur ekki haft undan að framleiða 2015 árgerðina af þessum bílum og hefur neyðst til þess að afturkalla 900 pantanir af 2015 árgerðinni af bílunum og verða þeir kaupendur að fara aftur á biðlista eftir 2016 árgerðinni af þeim og hefur það fallið í grýttan jarðveg. Þessir kaupendur munu hinsvegar fá árgerð 2016 af bílunum á verði 2015 árgerð þeirra, þó svo bílarnir hækki í verði á milli árgerða. Verðið á Dodge Challenger SRT Hellcat og Charger SRT Hellcat af árgerð 2016 hefur hinsvegar ekki verið ákveðið enn. Dodge mun aftur taka við pöntunum á Hellcat bílum frá og með 10. ágúst og þær bílasölur sem panta of mikið af þeim og selja þá ekki hratt verður ekki leyft að panta meira af bílunum. Með þessu vill Dodge koma í veg fyrir að ákveðin umboð panti upp lagerinn af framleiðslu Hellcat og hækki verð þeirra vegna skorts á bílunum hjá öðrum bílasölum.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent