5 góð ráð í útsölukaupum Ritstjórn skrifar 15. júlí 2015 20:00 Glamour/Getty Útsölur – margir eiga í eins konar ástar- og haturssambandi við þær. Það er vel hægt að gera góð kaup á útsölum og kannski fæst flíkin sem þú hefur rennt hýru auga til í allan vetur nú á gjafverði. Ekki láta troðfullar slárnar og gulu miðana í búðunum fæla þig frá.Í nýjasta tölublaði Glamour er að finna nokkrar blaðsíður tileinkaðar útsölum en ritstjórnin gefur nokkur heilræði sem hafa ber bak við eyrað til að gera góð útsölukaup.1. Lykillinn að góðum útsölukaupum er að vera undirbúin, vera til dæmis nýbúin að taka vor/sumarhreingerninguna í fataskápnum og hafa góða yfirsýn yfir það sem virkilega má bæta í hann.2.Leitaðu að einföldum hlutum sem alltaf má bæta í fataskápinn, eins og stuttermabolum, gallabuxum í góðu sniði, hnepptum peysum, jakkafatajökkum og svo framvegis. 3.Ekki láta verðlækkunina blinda þig. Hugsaðu líka um hvort flíkin passi inn í fataskápinn. Geturðu notað hana við fleira en eitt tilefni?4.Það er oft gott að leita uppi hluti sem vanalega eru á hærra verði, eins og yfirhafnir, skó og fína kjóla sem lækka þá meira fyrir vikið.5.Skoðaðu trendin sem verða næsta vetur. Hvaða munstur tröllriðu tískupöllunum, hvaða snið, hvernig fylgihlutir og svo framvegis. Glamour spáir því að innblásturinn frá áttunda áratugnum eigi eftir að verða ennþá sterkari næsta vetur með sínum útvíðu buxum, támjóu skóm og blússum með víðum ermum. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Júlíblaðið er stútfullt af fjölbreyttu efni - hér fáið þið smá sýnishorn. Ekki missa af okkur - komið í allar helstu verslanir og með veglegri gjöf. #glamouriceland A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jul 13, 2015 at 4:28am PDT Mest lesið Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour Hver stund er dýrmæt Glamour Þetta eru bestu tískuskólarnir í heiminum í dag Glamour Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi Glamour Eftirminnilegu Óskarskjólarnir Glamour Lék sér með Gucci-lógóið Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Snobb Glamour Teiknimyndasaga um Dior Glamour
Útsölur – margir eiga í eins konar ástar- og haturssambandi við þær. Það er vel hægt að gera góð kaup á útsölum og kannski fæst flíkin sem þú hefur rennt hýru auga til í allan vetur nú á gjafverði. Ekki láta troðfullar slárnar og gulu miðana í búðunum fæla þig frá.Í nýjasta tölublaði Glamour er að finna nokkrar blaðsíður tileinkaðar útsölum en ritstjórnin gefur nokkur heilræði sem hafa ber bak við eyrað til að gera góð útsölukaup.1. Lykillinn að góðum útsölukaupum er að vera undirbúin, vera til dæmis nýbúin að taka vor/sumarhreingerninguna í fataskápnum og hafa góða yfirsýn yfir það sem virkilega má bæta í hann.2.Leitaðu að einföldum hlutum sem alltaf má bæta í fataskápinn, eins og stuttermabolum, gallabuxum í góðu sniði, hnepptum peysum, jakkafatajökkum og svo framvegis. 3.Ekki láta verðlækkunina blinda þig. Hugsaðu líka um hvort flíkin passi inn í fataskápinn. Geturðu notað hana við fleira en eitt tilefni?4.Það er oft gott að leita uppi hluti sem vanalega eru á hærra verði, eins og yfirhafnir, skó og fína kjóla sem lækka þá meira fyrir vikið.5.Skoðaðu trendin sem verða næsta vetur. Hvaða munstur tröllriðu tískupöllunum, hvaða snið, hvernig fylgihlutir og svo framvegis. Glamour spáir því að innblásturinn frá áttunda áratugnum eigi eftir að verða ennþá sterkari næsta vetur með sínum útvíðu buxum, támjóu skóm og blússum með víðum ermum. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Júlíblaðið er stútfullt af fjölbreyttu efni - hér fáið þið smá sýnishorn. Ekki missa af okkur - komið í allar helstu verslanir og með veglegri gjöf. #glamouriceland A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jul 13, 2015 at 4:28am PDT
Mest lesið Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour Hver stund er dýrmæt Glamour Þetta eru bestu tískuskólarnir í heiminum í dag Glamour Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi Glamour Eftirminnilegu Óskarskjólarnir Glamour Lék sér með Gucci-lógóið Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Snobb Glamour Teiknimyndasaga um Dior Glamour