Davíð Þór um leikinn gegn Inter Baku: Á pappírnum ættu þeir að vera sterkari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 14:30 Davíð Þór og félagar þurfa að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum fyrir erfitt ferðalag til Aserbaísjan. vísir/stefán Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43
Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24
Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00