Vanilla Ice, Salt-N-Pepa og Haddaway með tónleika á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2015 15:32 Björgvin Rúnarsson boðar sannkallað „nostalgíupartý“ í Vodafone-höllinni þann 6. febrúar á næsta ári. Tímasetninguna segist Björgvin hafa ákveðið með tilliti til myrkursins því að tilvalið sé að létta landanum lundina í svartasta skammdeginu. Tónlistarmennirnir Vanilla Ice, Salt-N-Peppa, Snap, Dr. Alban og Haddaway munu koma fram á tónleikunum en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið sjóðandi heitir á tíunda áratugnum.Sjá einnig:Tímavélin - Þegar Britney, Will Smith og Puff Daddy áttu sviðið Björgvin var gestur hjá Valtý og Jóa á Bylgjunni í dag en þar sagði Björgvin jafnframt að „aðalkóngurinn“ Herbert Guðmundsson kæmi líka fram á tónleikunum. „Það ískraði í honum - hann hlakkaði svo til,“ sagði Björgvin sem ræddi við Herbert í gærkvöldi. Viðtalið við Björgvin má heyra í spilaranum hér að ofan en að neðan má heyra helstu slagarana með erlendu listamönnunum fimm og okkar eina sanna Herberti Guðmundssyni. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Björgvin Rúnarsson boðar sannkallað „nostalgíupartý“ í Vodafone-höllinni þann 6. febrúar á næsta ári. Tímasetninguna segist Björgvin hafa ákveðið með tilliti til myrkursins því að tilvalið sé að létta landanum lundina í svartasta skammdeginu. Tónlistarmennirnir Vanilla Ice, Salt-N-Peppa, Snap, Dr. Alban og Haddaway munu koma fram á tónleikunum en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið sjóðandi heitir á tíunda áratugnum.Sjá einnig:Tímavélin - Þegar Britney, Will Smith og Puff Daddy áttu sviðið Björgvin var gestur hjá Valtý og Jóa á Bylgjunni í dag en þar sagði Björgvin jafnframt að „aðalkóngurinn“ Herbert Guðmundsson kæmi líka fram á tónleikunum. „Það ískraði í honum - hann hlakkaði svo til,“ sagði Björgvin sem ræddi við Herbert í gærkvöldi. Viðtalið við Björgvin má heyra í spilaranum hér að ofan en að neðan má heyra helstu slagarana með erlendu listamönnunum fimm og okkar eina sanna Herberti Guðmundssyni.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira