18 laxa dagur í Langá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2015 09:25 Emil Olufsen með maríulaxinn sinn úr Langá. Eftir að hafa verið vatnsmikil frá opnun er Langá á Mýrum loksins að sjatna og með minnkandi vatni koma stækkandi göngur. Áin var eins og flestar ár á vesturlandi gífurlega vatnsmikil og þrátt fyrir að staðan í teljaranum fyrir tæpri viku hafi staðið í 162 löxum fundust þessir laxar illa í miklu vatni. Um leið og hún fór að detta niður í vatni fóru fleiri laxar að grípa flugurnar hjá veiðimönnum og eftir að hollið sem kláraði veiðar að hádegi í gær sjatnaði áin bara hraðar. Hollið sem tók við gerði góða veiði á fyrstu vakt og samtals komu 18 laxar á land en fleiri sluppu. Það er svolítið merkilegt að þrátt fyrir mikið vatn, og að áin sé tær í miklu vatni þökk sé vatnsmiðlun við Langavatn, að flestar tökurnar eru að koma á litlar flugur alveg niður í #16. Það verður fróðlegt að sjá framhaldið í Langá og ánum í kring núna eftir stóra strauminn í gær og hvað gerist fram að næsta straum. Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Eftir að hafa verið vatnsmikil frá opnun er Langá á Mýrum loksins að sjatna og með minnkandi vatni koma stækkandi göngur. Áin var eins og flestar ár á vesturlandi gífurlega vatnsmikil og þrátt fyrir að staðan í teljaranum fyrir tæpri viku hafi staðið í 162 löxum fundust þessir laxar illa í miklu vatni. Um leið og hún fór að detta niður í vatni fóru fleiri laxar að grípa flugurnar hjá veiðimönnum og eftir að hollið sem kláraði veiðar að hádegi í gær sjatnaði áin bara hraðar. Hollið sem tók við gerði góða veiði á fyrstu vakt og samtals komu 18 laxar á land en fleiri sluppu. Það er svolítið merkilegt að þrátt fyrir mikið vatn, og að áin sé tær í miklu vatni þökk sé vatnsmiðlun við Langavatn, að flestar tökurnar eru að koma á litlar flugur alveg niður í #16. Það verður fróðlegt að sjá framhaldið í Langá og ánum í kring núna eftir stóra strauminn í gær og hvað gerist fram að næsta straum.
Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði