Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2015 08:09 Þær eru margar veiðisögurnar um skemmtileg atvik í veiðinni sem sum eru alveg ótrúleg og ef ekki væru vitni að þeim væri erfitt að segja frá því. Við fengum smá póst frá veiðimanni sem var að koma úr Norðurá og bað okkur vinsamlegast um að halda nafni hans leyndu þar sem hann skammaðist sín svo mikið fyrir það sem gerðist. Hann var eins og segir í Norðurá fyrir fáum dögum og eins og menn vita hefur veiðin þar síðustu daga verið góð og mikill kraftur í laxagöngunum. Okkar maður var við veiðar á Eyrinni sem er einn af bestu veiðistöðunum í ánni og það leið ekki á löngu þar til hann setur í fisk. Upphófst þá barátta manns og lax á Eyrinni, þegar fiskurinn var búinn að taka nokkrar rokur stökk hann svo veiðimaðurinn sá að þetta var ekki smálax, engin risi kannski, en ekki þessi 4-5 punda fiskur sem þú átt von á í Norðurá. Hann þreytir fiskinn í 10 mínútur en þá tók hann óvænt harkalega roku upp og út ánna sem varð til þess að flugan datt úr honum. Skiljanlega stendur okkar maður svekktur eftir en auðvitað heldur maður bara áfram því veiðimenn missa laxa, það er bara þannig. Hann fer að draga línuna að sér frá þeim stað þar sem hún var skilin eftir af viðureign hans við laxinn þegar annar lax tekur fluguna. Þarna er hann búinn að setja í tvo laxa í sama kastinu sem hlýtur að vera einstakt. Honum varð svo um af þessari töku að hann náði ekki að fókusa nægilega vel á að þreyta laxinn því hann hló svo mikið af þessu sjálfur. Laxinn sleit sig lausann eftir smá stund en veiðimanninum var alveg sama þar sem hann hafði aldrei lent í þessu fyrr. Svo rennur það upp fyrir honum að hann missti tvo laxa í sama kastinu, "hversu lélegur veiðimaður þarf ég að vera til að gera það" fengum við að hafa eftir honum í skjóli nafnleyndar. Mest lesið Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði
Þær eru margar veiðisögurnar um skemmtileg atvik í veiðinni sem sum eru alveg ótrúleg og ef ekki væru vitni að þeim væri erfitt að segja frá því. Við fengum smá póst frá veiðimanni sem var að koma úr Norðurá og bað okkur vinsamlegast um að halda nafni hans leyndu þar sem hann skammaðist sín svo mikið fyrir það sem gerðist. Hann var eins og segir í Norðurá fyrir fáum dögum og eins og menn vita hefur veiðin þar síðustu daga verið góð og mikill kraftur í laxagöngunum. Okkar maður var við veiðar á Eyrinni sem er einn af bestu veiðistöðunum í ánni og það leið ekki á löngu þar til hann setur í fisk. Upphófst þá barátta manns og lax á Eyrinni, þegar fiskurinn var búinn að taka nokkrar rokur stökk hann svo veiðimaðurinn sá að þetta var ekki smálax, engin risi kannski, en ekki þessi 4-5 punda fiskur sem þú átt von á í Norðurá. Hann þreytir fiskinn í 10 mínútur en þá tók hann óvænt harkalega roku upp og út ánna sem varð til þess að flugan datt úr honum. Skiljanlega stendur okkar maður svekktur eftir en auðvitað heldur maður bara áfram því veiðimenn missa laxa, það er bara þannig. Hann fer að draga línuna að sér frá þeim stað þar sem hún var skilin eftir af viðureign hans við laxinn þegar annar lax tekur fluguna. Þarna er hann búinn að setja í tvo laxa í sama kastinu sem hlýtur að vera einstakt. Honum varð svo um af þessari töku að hann náði ekki að fókusa nægilega vel á að þreyta laxinn því hann hló svo mikið af þessu sjálfur. Laxinn sleit sig lausann eftir smá stund en veiðimanninum var alveg sama þar sem hann hafði aldrei lent í þessu fyrr. Svo rennur það upp fyrir honum að hann missti tvo laxa í sama kastinu, "hversu lélegur veiðimaður þarf ég að vera til að gera það" fengum við að hafa eftir honum í skjóli nafnleyndar.
Mest lesið Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði