Seat með jeppling árið 2017 Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 10:25 Svona gæti nýr lítill jepplingur Seat litið út. Seat, sem er í eigu Volkswagen mun koma með lítinn jeppling á markað í fyrsta skipti árið 2017. Er það liður í því að gera Seat fjárhagslega sjálfstætt, en viðvarandi taprekstur hefur verið á fyrirtækinu. Hagnaður af smíði jepplinga er meiri en á smíði þeirra fólksbíla sem Seat framleiðir nú. Ekki er mikið vitað um þennan tilvonandi jeppling, nema þá helst það að hann verður smíðaður á MQB undirvagni hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Seat ætlar ekki að láta staðar numið með þennan eina jeppling heldur stendur til að smíða stærri jeppling sem koma skal á markað árið 2020 og verður hann byggður á tilraunabíl Seat sem sýndur var á bílasýningunni í Genf í mars. Minni jepplingurinn á að keppa við hinn vinsæla Renault Captur og verður því líklega á sambærilegu eða lægra verði og hann. ‚aætlar Seat að fyrirtækið muni selja 43.000 eintök af litla jepplingnum fyrst heila árið sem hann verður í sölu, þ.e. árið 2018. Sala á litlum jepplingum jókst um heil 54% á síðasta ári og heildarsalan 761.000 bílar. Á þennan vagn ætlar Seat að stökkva. Betur og betur gengur með rekstur Seat sem hefur á síðustu árum tapað alls 207 milljörðum króna. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs varð í fyrsta sinn í langan tíma hagnaður af rekstri Seat í langan tíma og nam hann 5 milljörðum króna. Seat Leon bílinn á stærstan þátt í þessum viðsnúningi. Hann varð á síðasta ári söluhæsti bíll Seat, en Seat Ibize hefur verið það lengi. Leon seldist í 154.000 eintökum, en Ibiza í 150.000 eintökum. Í verksmiðju Seat í Martorell í nágrenni Barcelona voru framleiddir 13,5% fleiri bílar í fyrra en árið á undan. Það eru því bjartir tímar framundan hjá Seat. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent
Seat, sem er í eigu Volkswagen mun koma með lítinn jeppling á markað í fyrsta skipti árið 2017. Er það liður í því að gera Seat fjárhagslega sjálfstætt, en viðvarandi taprekstur hefur verið á fyrirtækinu. Hagnaður af smíði jepplinga er meiri en á smíði þeirra fólksbíla sem Seat framleiðir nú. Ekki er mikið vitað um þennan tilvonandi jeppling, nema þá helst það að hann verður smíðaður á MQB undirvagni hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Seat ætlar ekki að láta staðar numið með þennan eina jeppling heldur stendur til að smíða stærri jeppling sem koma skal á markað árið 2020 og verður hann byggður á tilraunabíl Seat sem sýndur var á bílasýningunni í Genf í mars. Minni jepplingurinn á að keppa við hinn vinsæla Renault Captur og verður því líklega á sambærilegu eða lægra verði og hann. ‚aætlar Seat að fyrirtækið muni selja 43.000 eintök af litla jepplingnum fyrst heila árið sem hann verður í sölu, þ.e. árið 2018. Sala á litlum jepplingum jókst um heil 54% á síðasta ári og heildarsalan 761.000 bílar. Á þennan vagn ætlar Seat að stökkva. Betur og betur gengur með rekstur Seat sem hefur á síðustu árum tapað alls 207 milljörðum króna. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs varð í fyrsta sinn í langan tíma hagnaður af rekstri Seat í langan tíma og nam hann 5 milljörðum króna. Seat Leon bílinn á stærstan þátt í þessum viðsnúningi. Hann varð á síðasta ári söluhæsti bíll Seat, en Seat Ibize hefur verið það lengi. Leon seldist í 154.000 eintökum, en Ibiza í 150.000 eintökum. Í verksmiðju Seat í Martorell í nágrenni Barcelona voru framleiddir 13,5% fleiri bílar í fyrra en árið á undan. Það eru því bjartir tímar framundan hjá Seat.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent