Andlitslyftur Kia Cee´d Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:05 Kia Cee´d GT line árgerð 2016. Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent
Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent