Veiði hófst í Elliðaánum í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2015 08:47 Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir með fyrsta laxinn úr Elliðaánum í sumar Mynd: KL Það hefur alltaf verið hátíðleg stund þegar Elliðaárnar opna fyrir veiðimönnum og það var engin breyting á þetta árið. Sú hefð, frá borgarstjórnartíð Jóns Gnarr, að Reykvíkingur ársins opni ánna hefur haldið áfram hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og í ár var það Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir sem fékk þann heiður að renna fyrst í ánna undir styrkri leiðsögn leiðsögumannsins Ásgeirs Heiðars. Að venju er rennt í Sjávarfossinn fyrst en þar var ekki lax í morgun að því er virtist. Ásgeir fór þá með Hönnu í Fosskvörn sem er rétt fyrir neðan Sjávarfossinn og þar tók ekki nema eitt rennsli til að setja í lax. Eftir snarpa baráttu var fyrsta laxi sumarsins kominn á land klukkan 7:30 og var það um 4 punda hrygna sem tók maðk. Þetta var maríulax Hönnu og miðað við fagmannlega takta við bakkann er ljóst að þarna er veiðikona fædd. Fjölmennt var við ánna í morgun að venju á þessum fyrsta veiðidegi en ásamt fjölmennu liði fjölmiðlamanna var stjórn SVFR og árnefnd mætt við bakkann eldsnemma í morgun. Þessi byrjun lofar mjög góðu í ánni enda virtist laxinn vel haldinn og þetta getur ekki annað en lofað góðu fyrir sumarið. Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði
Það hefur alltaf verið hátíðleg stund þegar Elliðaárnar opna fyrir veiðimönnum og það var engin breyting á þetta árið. Sú hefð, frá borgarstjórnartíð Jóns Gnarr, að Reykvíkingur ársins opni ánna hefur haldið áfram hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og í ár var það Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir sem fékk þann heiður að renna fyrst í ánna undir styrkri leiðsögn leiðsögumannsins Ásgeirs Heiðars. Að venju er rennt í Sjávarfossinn fyrst en þar var ekki lax í morgun að því er virtist. Ásgeir fór þá með Hönnu í Fosskvörn sem er rétt fyrir neðan Sjávarfossinn og þar tók ekki nema eitt rennsli til að setja í lax. Eftir snarpa baráttu var fyrsta laxi sumarsins kominn á land klukkan 7:30 og var það um 4 punda hrygna sem tók maðk. Þetta var maríulax Hönnu og miðað við fagmannlega takta við bakkann er ljóst að þarna er veiðikona fædd. Fjölmennt var við ánna í morgun að venju á þessum fyrsta veiðidegi en ásamt fjölmennu liði fjölmiðlamanna var stjórn SVFR og árnefnd mætt við bakkann eldsnemma í morgun. Þessi byrjun lofar mjög góðu í ánni enda virtist laxinn vel haldinn og þetta getur ekki annað en lofað góðu fyrir sumarið.
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði