Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2015 14:58 „Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36