Liðstjórar WOW Cyclothon hittust í Öskju Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 16:03 Liðsstjórar keppnisliðanna hlusta á reynslumikla menn. Það styttist óðum í WOW Cyclothon 2015 en keppnin fer fram dagana 23.-26. júní. Hjólað verður í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Liðstjórar liðanna sem keppa í hjólreiðakeppninni hittust í Bílaumboðinu Öskju í gær. Þar voru keppnisgögn afhent og farið var yfir allt sem viðkemur næringu, hjólabúnaði og skipulagi keppninnar. Stefán Guðmundsson læknir og þríþrautarmeistari var á staðnum til að gefa góð ráð sem og einnig Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari og hjólari. Bílaumboðið Askja er einn af styrktaraðilum keppninnar og verður með Mercedes-Benz brautarbíla sem fylgja munu keppendum á leið þeirra kringum landið. Þá verður Askja einnig með hjólreiðalið í keppninni en fjömörg lið eru skráð til keppni og má búast við mjög spennandi móti. Alls verða hjólaðir 1.358 kólómetrar í keppninni. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá keppninni samfellt í 48 klukkustundir og verður það lengsta beina útsending í íslensku sjónvarpi. Uppáklæddar flugfreyjur WOW afhentu keppendum gögn. Wow Cyclothon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent
Það styttist óðum í WOW Cyclothon 2015 en keppnin fer fram dagana 23.-26. júní. Hjólað verður í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Liðstjórar liðanna sem keppa í hjólreiðakeppninni hittust í Bílaumboðinu Öskju í gær. Þar voru keppnisgögn afhent og farið var yfir allt sem viðkemur næringu, hjólabúnaði og skipulagi keppninnar. Stefán Guðmundsson læknir og þríþrautarmeistari var á staðnum til að gefa góð ráð sem og einnig Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari og hjólari. Bílaumboðið Askja er einn af styrktaraðilum keppninnar og verður með Mercedes-Benz brautarbíla sem fylgja munu keppendum á leið þeirra kringum landið. Þá verður Askja einnig með hjólreiðalið í keppninni en fjömörg lið eru skráð til keppni og má búast við mjög spennandi móti. Alls verða hjólaðir 1.358 kólómetrar í keppninni. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá keppninni samfellt í 48 klukkustundir og verður það lengsta beina útsending í íslensku sjónvarpi. Uppáklæddar flugfreyjur WOW afhentu keppendum gögn.
Wow Cyclothon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent