57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2015 11:09 Breiðan í Elliðaánum er mjög gjöful á göngutímanum Mynd: KL Elliðaárnar eru í góðu vatni þessa dagana og það virðist vera ágætis gangur á laxagöngunum í ánna. Í morgun þegar Veiðivísir hitti veiðimenn við bakkann voru komnir 3 laxar á land, allir úr Sjávarfossi, ásamt því að nokkuð var reist af laxi á flugur þar á meðal í fossinum sem þykir nú frekar meiri maðkaveiðistaður. Staðan í laxateljaranum sýnir líka að það er ágætis gangur í göngunum miðað við árstíma en staðan í honum er 57 laxar sem hafa gengið í gegn. Fyrir ofan teljarann sáust laxar í Ullarfossi, Hleinatagli, Stórhyl, Kerlingaflúðum og einn lax lá fyrir ofan Árbæjarstíflu. Elliðaárnar hafa verið feykilega vinsælar meðal félagsmanna SVFR og flest árin hefur það verið þannig að færri fá en vilja veiðileyfi í hana. Þegar vefsalan hjá félaginu er skoðuð eru nokkrar lausar stangir í lok ágúst, sem er frábær tími og þá sérstaklega á efri svæðunum sem eru að öllu jöfnu frísvæði og eingöngu veidd með flugu. Nú þegar forúthlutun er löngu lokið er gott tækifæri fyrir þá sem vilja renna í ánna að ná sér í veiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði
Elliðaárnar eru í góðu vatni þessa dagana og það virðist vera ágætis gangur á laxagöngunum í ánna. Í morgun þegar Veiðivísir hitti veiðimenn við bakkann voru komnir 3 laxar á land, allir úr Sjávarfossi, ásamt því að nokkuð var reist af laxi á flugur þar á meðal í fossinum sem þykir nú frekar meiri maðkaveiðistaður. Staðan í laxateljaranum sýnir líka að það er ágætis gangur í göngunum miðað við árstíma en staðan í honum er 57 laxar sem hafa gengið í gegn. Fyrir ofan teljarann sáust laxar í Ullarfossi, Hleinatagli, Stórhyl, Kerlingaflúðum og einn lax lá fyrir ofan Árbæjarstíflu. Elliðaárnar hafa verið feykilega vinsælar meðal félagsmanna SVFR og flest árin hefur það verið þannig að færri fá en vilja veiðileyfi í hana. Þegar vefsalan hjá félaginu er skoðuð eru nokkrar lausar stangir í lok ágúst, sem er frábær tími og þá sérstaklega á efri svæðunum sem eru að öllu jöfnu frísvæði og eingöngu veidd með flugu. Nú þegar forúthlutun er löngu lokið er gott tækifæri fyrir þá sem vilja renna í ánna að ná sér í veiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði