Rafmagnsbíll fljótastur á Pikes Peak æfingum Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 10:04 Rhys Millen við lettneska rafmagnsbílinn. Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent