Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2015 09:30 Heiðar Már og 12 punda urriðinn Kleifarvatn er alltaf að koma sterkara inn sem stórurriðavatn enda erum við farin að heyra fleiri og fleiri fréttir af stórum urriðum þaðan. Það hefur lengi verið sagt að í vatninu sé urriði sem liggji djúpt, sjáist sjaldan og nái stærðum sem veiðimenn dreymir um að ná í veiðifiski. Þessir stóru slápar sjást af of til og þá helst í kvöldveiðinni þegar þeir eiga það til að stökkva eða elta smábleikju á grynningum en yfirleitt yfir bjartan daginn liggja þeir í rökkrinu í djúpu vatninu. Þeir sem eru búnir að vera duglegir í vatninu í vor hafa margir fengið stóra urriða en það verður þó að teljast líklegt að sá stærsti hafi komið upp í gær þegar Heiðar Már Guðlaugsson veiddi 12 punda urriða í vatninu. Það tók hann um 20 mínútur að ná fiskinum inn og eins og sést á myndinni er þetta þykkur og flottur urriði. Urriðinn tók maðk en maðkurinn hefur reynst vel í vatninu í sumar. Þeir sem ná bestum árangri á flugu veiða Kleifarvatn alveg eins og Þingvelli þegar urriða er leitað. Þungt og djúpt. Við þökkum Heiðari kærlega fyrir að deila veiðinni með okkur og hvetjum ykkur til að senda okkur myndir og veiðisögur af ykkar veiði í sumar því við ætlum reglulega að draga úr innsendum fréttum og bjóða viðkomandi í veiði. Það eru bæði lax- og silungsveiðileyfi í pottinum hjá okkur. Þú getur sent okkur póst á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði
Kleifarvatn er alltaf að koma sterkara inn sem stórurriðavatn enda erum við farin að heyra fleiri og fleiri fréttir af stórum urriðum þaðan. Það hefur lengi verið sagt að í vatninu sé urriði sem liggji djúpt, sjáist sjaldan og nái stærðum sem veiðimenn dreymir um að ná í veiðifiski. Þessir stóru slápar sjást af of til og þá helst í kvöldveiðinni þegar þeir eiga það til að stökkva eða elta smábleikju á grynningum en yfirleitt yfir bjartan daginn liggja þeir í rökkrinu í djúpu vatninu. Þeir sem eru búnir að vera duglegir í vatninu í vor hafa margir fengið stóra urriða en það verður þó að teljast líklegt að sá stærsti hafi komið upp í gær þegar Heiðar Már Guðlaugsson veiddi 12 punda urriða í vatninu. Það tók hann um 20 mínútur að ná fiskinum inn og eins og sést á myndinni er þetta þykkur og flottur urriði. Urriðinn tók maðk en maðkurinn hefur reynst vel í vatninu í sumar. Þeir sem ná bestum árangri á flugu veiða Kleifarvatn alveg eins og Þingvelli þegar urriða er leitað. Þungt og djúpt. Við þökkum Heiðari kærlega fyrir að deila veiðinni með okkur og hvetjum ykkur til að senda okkur myndir og veiðisögur af ykkar veiði í sumar því við ætlum reglulega að draga úr innsendum fréttum og bjóða viðkomandi í veiði. Það eru bæði lax- og silungsveiðileyfi í pottinum hjá okkur. Þú getur sent okkur póst á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði