Fjöldi viðburða enn í boði á Listahátíð í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2015 16:00 Einn meðlima Guerilla Girls. mynd/vefur listahátíðar Listahátíð í Reykjavík rennur sitt skeið í vikunni. Þrátt fyrir að farið sé að síga á síðari hluta hátíðarinnar er það langt í frá svo að það sísta sé eftir. Fjöldi myndlistasýninga er í gangi en hægt er að smella hér til að sjá hvar þær er að finna. Að auki eru eftir viðburðir sem nauðsynlegt er að kaupa miða á til að geta séð þá. Á morgun sýnir Shantala Shivalingappa klassískan indverskan dans en sýningin hefst klukkan 20 og fer fram í Borgarleikhúsinu. Á miðvikudag verður frumflutt ný norræn ópera sem fjallar um lífshlaup Mariu Johansdotter. Mann- og kvenréttindi eru ofarlega á baugi í óperunni auk réttindi samkynhneigðra og transfólks. Sýningin hefst klukkan 20 í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag verður hópurinn Guerilla Girls en liðsmenn hópsins koma ekki fram undir nafni og hylja andlit sín með górillugrímum. Hópurinn berst gegn sexisma og rasisma í pólitík, listum, menningu og daglegu tali. Baráttan fer til að mynda fram með plakötum, límmiðum og bókum. Fyrirlesturinn hefst kl 17 í Bíó Paradís. Sama dag fara fram djasstónleikar á heimsmælikvarða í Silfurbergi þegar tríó Jans Lundgren stígur á stokk. Að auki má nefna að á laugardag kemur tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir fram á tónleikum í Mengi og á sunnudag verður listamannaspjall um sýninguma GEYMA/CONTAINERS í Listasafni Árnesinga. Nánari upplýsingar um viðburði Listahátíðar má finna með því að smella hér. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík rennur sitt skeið í vikunni. Þrátt fyrir að farið sé að síga á síðari hluta hátíðarinnar er það langt í frá svo að það sísta sé eftir. Fjöldi myndlistasýninga er í gangi en hægt er að smella hér til að sjá hvar þær er að finna. Að auki eru eftir viðburðir sem nauðsynlegt er að kaupa miða á til að geta séð þá. Á morgun sýnir Shantala Shivalingappa klassískan indverskan dans en sýningin hefst klukkan 20 og fer fram í Borgarleikhúsinu. Á miðvikudag verður frumflutt ný norræn ópera sem fjallar um lífshlaup Mariu Johansdotter. Mann- og kvenréttindi eru ofarlega á baugi í óperunni auk réttindi samkynhneigðra og transfólks. Sýningin hefst klukkan 20 í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag verður hópurinn Guerilla Girls en liðsmenn hópsins koma ekki fram undir nafni og hylja andlit sín með górillugrímum. Hópurinn berst gegn sexisma og rasisma í pólitík, listum, menningu og daglegu tali. Baráttan fer til að mynda fram með plakötum, límmiðum og bókum. Fyrirlesturinn hefst kl 17 í Bíó Paradís. Sama dag fara fram djasstónleikar á heimsmælikvarða í Silfurbergi þegar tríó Jans Lundgren stígur á stokk. Að auki má nefna að á laugardag kemur tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir fram á tónleikum í Mengi og á sunnudag verður listamannaspjall um sýninguma GEYMA/CONTAINERS í Listasafni Árnesinga. Nánari upplýsingar um viðburði Listahátíðar má finna með því að smella hér.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira