MagnusMaria: Ný norræn ópera um mannréttindi og réttinn til að vera þú sjálfur Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júní 2015 19:00 Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. MagnusMaria er ný norræn ópera sem fjallar um mannréttindi, samkynhneigð og trans, með sterka skírskotun í samfélag nútímans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Hún segir ótrúlega en sanna sögu Mariu sem fæddist á 17.öld og var ákveðin í að lifa lífi sínu sem sjálfstæð persóna og tónlistarmaðurinn Magnus. Hún fylgir hjarta sínu og tekur afleiðingum gjörða sinna stolt. Þegar hún er ákærð fyrir að villa á sér heimildir, spyr dómarinn hana hvort hún sé meiri kona eða maður. Hún svarar því til að hún sé bæði kona og maður, en þó frekar maður. Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. Lífshlaup hennar hófst á seinni hluta 17. aldar í Föglö á Álandseyjum og endaði nokkrum áratugum síðar í Stokkhólmi. Einvalalið norrænna listamanna kemur að sýningunni. Tónlistin í MagnusMariu er eftir Karólínu Eiríksdóttir við líbrettó Katarinu Gäddnäs. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing frá Finnlandi sem nýverið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands (sú fimmta í röðinni af kvenstjórnendum) og leikstjóri er Suzanne Osten, sem er einn af þekktustu og framsæknustu leikstjórum Svíþjóðar. Er hún þekkt fyrir að umturna þeim verkum er hún leikstýrir og setja þau fram á nýstárlegan og spennandi hátt. Ásgerður Júníusdóttir fer með eitt af hlutverkunum í MagnusMariu ásamt hópi skandinavískra söng- og leikkvenna. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni ræða þær Karólína Eiríksdóttir og Ásgerður Júníusdóttir um sýninguna. MagnusMaria var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og í kjölfarið í Jakobstad í Finnlandi, Folkoperan í Stokkhólmi og í Borgarleikhúsinu í Espoo í Finnlandi. Óperan hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Þessa dagana eru að byrja sýningar á MagnusMariu við Þjóðaróperuna í Osló og í Ystads Teater í Svíþjóð. Óperan er flutt á sænsku með texta. Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
MagnusMaria er ný norræn ópera sem fjallar um mannréttindi, samkynhneigð og trans, með sterka skírskotun í samfélag nútímans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Hún segir ótrúlega en sanna sögu Mariu sem fæddist á 17.öld og var ákveðin í að lifa lífi sínu sem sjálfstæð persóna og tónlistarmaðurinn Magnus. Hún fylgir hjarta sínu og tekur afleiðingum gjörða sinna stolt. Þegar hún er ákærð fyrir að villa á sér heimildir, spyr dómarinn hana hvort hún sé meiri kona eða maður. Hún svarar því til að hún sé bæði kona og maður, en þó frekar maður. Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. Lífshlaup hennar hófst á seinni hluta 17. aldar í Föglö á Álandseyjum og endaði nokkrum áratugum síðar í Stokkhólmi. Einvalalið norrænna listamanna kemur að sýningunni. Tónlistin í MagnusMariu er eftir Karólínu Eiríksdóttir við líbrettó Katarinu Gäddnäs. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing frá Finnlandi sem nýverið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands (sú fimmta í röðinni af kvenstjórnendum) og leikstjóri er Suzanne Osten, sem er einn af þekktustu og framsæknustu leikstjórum Svíþjóðar. Er hún þekkt fyrir að umturna þeim verkum er hún leikstýrir og setja þau fram á nýstárlegan og spennandi hátt. Ásgerður Júníusdóttir fer með eitt af hlutverkunum í MagnusMariu ásamt hópi skandinavískra söng- og leikkvenna. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni ræða þær Karólína Eiríksdóttir og Ásgerður Júníusdóttir um sýninguna. MagnusMaria var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og í kjölfarið í Jakobstad í Finnlandi, Folkoperan í Stokkhólmi og í Borgarleikhúsinu í Espoo í Finnlandi. Óperan hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Þessa dagana eru að byrja sýningar á MagnusMariu við Þjóðaróperuna í Osló og í Ystads Teater í Svíþjóð. Óperan er flutt á sænsku með texta.
Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira