Kærustupar dúx og semidúx Borgarholtsskóla Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2015 22:43 Jón og Brynhildur með hvítu kollana. vísir/pjetur/aðsend „Ég hreinlega veit það ekki,“ segir Jón Pálsson og hlær er hann er inntur eftir því hvað fór úrskeiðis hjá honum. Jón er semidúx Borgarholtsskóla þetta árið en hann útskrifaðist með meðaleinkunina 9,35. Kærasta hans, Brynhildur Ásgeirsdóttir, var hins vegar dúx skólans með einkunnina 9,39. „Hún lærði meira heima og lagði meira á sig.“ „Jón er þessi týpíski dúx sem hefur lítið sem ekkert fyrir náminu og man allt. Ég las meira og hafði meira fyrir þessu,“ segir Brynhildur en hún útskrifaðist af málabraut skólans en Jón af viðskipta- og hagfræðibraut. Að auki var hann á afreksbraut fyrir íþróttamenn en hann spilar handbolta með Fjölni. Semidúxinn og dúxinn á útskriftardaginn.vísir/aðsend Bæði hafa þau mikinn áhuga á þýsku og voru til að mynda í fyrsta og öðru sæti í þýskuþraut framhaldsskólanna. Í forkeppni ólympíuleikanna urðu þau í fyrsta og þriðja sæti. „Því miður fengu bara efstu tveir út að keppa þannig ég var skilinn eftir heima,“ segir Jón. Að auki hefur hann mikinn áhuga á stærðfræði og útskrifaðist með 33 einingar úr því fagi. Hann stefnir á nám í stærðfræði í Háskóla Íslands í haust en Brynhildur ætlar einmitt í þýsku. „Það er gaman að segja frá því að ég er nú þegar orðin formaður nemendafélags erlendra tungumála í HÍ. Það eru svo fáir eftir í hverju fagi fyrir sig að ákveðið var að búa til nemendafélag fyrir öll fögin og ég fæ að vera fyrist formaður þess,“ en Brynhildur hefur áhyggjur af viðhorfi margra til tungumálakennslu. „Það eru svo fáir eftir á málabraut í Borgarholtsskóla til að mynda að ekki var tekið við nýnemum á hana núna. Það eru margir sem telja að með því að kunna ensku þá kunnirðu nóg en þriðja tungumálið bætir svo ótrúlega miklu við. Tungumál koma alltaf til með að nýtast þér.“ Að loknu háskólanámi vita þau ekki hvað þau ætla að starfa við í framtíðinni en þau langar í framhaldsnám til Berlínar. „En við vitum allavega að við sjáum ekki eftir því að hafa valið Borgó. Námið er frábært og kennararnir enn betri. Við mælum með honum fyrir hvern sem er.“ Dúxar Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
„Ég hreinlega veit það ekki,“ segir Jón Pálsson og hlær er hann er inntur eftir því hvað fór úrskeiðis hjá honum. Jón er semidúx Borgarholtsskóla þetta árið en hann útskrifaðist með meðaleinkunina 9,35. Kærasta hans, Brynhildur Ásgeirsdóttir, var hins vegar dúx skólans með einkunnina 9,39. „Hún lærði meira heima og lagði meira á sig.“ „Jón er þessi týpíski dúx sem hefur lítið sem ekkert fyrir náminu og man allt. Ég las meira og hafði meira fyrir þessu,“ segir Brynhildur en hún útskrifaðist af málabraut skólans en Jón af viðskipta- og hagfræðibraut. Að auki var hann á afreksbraut fyrir íþróttamenn en hann spilar handbolta með Fjölni. Semidúxinn og dúxinn á útskriftardaginn.vísir/aðsend Bæði hafa þau mikinn áhuga á þýsku og voru til að mynda í fyrsta og öðru sæti í þýskuþraut framhaldsskólanna. Í forkeppni ólympíuleikanna urðu þau í fyrsta og þriðja sæti. „Því miður fengu bara efstu tveir út að keppa þannig ég var skilinn eftir heima,“ segir Jón. Að auki hefur hann mikinn áhuga á stærðfræði og útskrifaðist með 33 einingar úr því fagi. Hann stefnir á nám í stærðfræði í Háskóla Íslands í haust en Brynhildur ætlar einmitt í þýsku. „Það er gaman að segja frá því að ég er nú þegar orðin formaður nemendafélags erlendra tungumála í HÍ. Það eru svo fáir eftir í hverju fagi fyrir sig að ákveðið var að búa til nemendafélag fyrir öll fögin og ég fæ að vera fyrist formaður þess,“ en Brynhildur hefur áhyggjur af viðhorfi margra til tungumálakennslu. „Það eru svo fáir eftir á málabraut í Borgarholtsskóla til að mynda að ekki var tekið við nýnemum á hana núna. Það eru margir sem telja að með því að kunna ensku þá kunnirðu nóg en þriðja tungumálið bætir svo ótrúlega miklu við. Tungumál koma alltaf til með að nýtast þér.“ Að loknu háskólanámi vita þau ekki hvað þau ætla að starfa við í framtíðinni en þau langar í framhaldsnám til Berlínar. „En við vitum allavega að við sjáum ekki eftir því að hafa valið Borgó. Námið er frábært og kennararnir enn betri. Við mælum með honum fyrir hvern sem er.“
Dúxar Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“