Voru báðir að þreyta sama urriðann Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2015 10:05 Eins og sést eru báðar flugurnar teknar á svipuðum stað í urriðanum Það kemur stundum fyrir að veiðimenn landi fiski sem er með flugu í kjaftinum eftir fyrri viðureign þar sem fiskurinn hefur greinilega haft betur. Sumir veiðimenn hafa þann sið að sleppa alltaf þannig fiski þar sem hann sýnir greinilega að hann ber með sér góð gen þar sem hann hafði betur en maður og stöng. Við höfum hins vegar ekki oft heyrt af því þegar sami fiskurinn tekur tvær flugur þegar þær eru báðar ennþá á færi veiðimanna en þetta gerðist nýlega í Þingvallavatni í Þorsteinsvík hjá þeim félögum Tómasi Skúlasyni og Sigurjóni Sigurjónssyni. "Við vorum að veiða í Þorsteinsvíkinni og það var töluvert bil á milli okkar. Sigurjón setur í fisk og nokkrum andartökum síðar ég líka. Þarna vorum við báðir að þreyta þegar við tökum eftir því að þegar ég toga inn fer út af hjólinu hans. Við vorum greinilega flæktir svo ég bið Sigurjón um að draga bara inn, leysa flækjuna svo ég gæti náð mínum fisk inn líka. Þegar Sigurjón er búinn að landa kallar hann á mig að koma og ég ætlaði varla að trúa þessu en báðar flugurnar voru í kjaftinum á urriðanum" sagði Tómas Skúlason þegar við heyrðum í honum í morgun. "Ég hef veitt mikið og farið víða en aldrei lent í þessu áður" bætir Tómas við en hann er á leiðinni norður í Laxá í Mývatnssveit þar sem hann mun veiða næstu daga. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru báðar flugurnar snyrtilega teknar í kjaftvikinu á fiskinum sem var um 5 pund að þyngd. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Viltu vinna veiðileyfi? Veiði
Það kemur stundum fyrir að veiðimenn landi fiski sem er með flugu í kjaftinum eftir fyrri viðureign þar sem fiskurinn hefur greinilega haft betur. Sumir veiðimenn hafa þann sið að sleppa alltaf þannig fiski þar sem hann sýnir greinilega að hann ber með sér góð gen þar sem hann hafði betur en maður og stöng. Við höfum hins vegar ekki oft heyrt af því þegar sami fiskurinn tekur tvær flugur þegar þær eru báðar ennþá á færi veiðimanna en þetta gerðist nýlega í Þingvallavatni í Þorsteinsvík hjá þeim félögum Tómasi Skúlasyni og Sigurjóni Sigurjónssyni. "Við vorum að veiða í Þorsteinsvíkinni og það var töluvert bil á milli okkar. Sigurjón setur í fisk og nokkrum andartökum síðar ég líka. Þarna vorum við báðir að þreyta þegar við tökum eftir því að þegar ég toga inn fer út af hjólinu hans. Við vorum greinilega flæktir svo ég bið Sigurjón um að draga bara inn, leysa flækjuna svo ég gæti náð mínum fisk inn líka. Þegar Sigurjón er búinn að landa kallar hann á mig að koma og ég ætlaði varla að trúa þessu en báðar flugurnar voru í kjaftinum á urriðanum" sagði Tómas Skúlason þegar við heyrðum í honum í morgun. "Ég hef veitt mikið og farið víða en aldrei lent í þessu áður" bætir Tómas við en hann er á leiðinni norður í Laxá í Mývatnssveit þar sem hann mun veiða næstu daga. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru báðar flugurnar snyrtilega teknar í kjaftvikinu á fiskinum sem var um 5 pund að þyngd.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Viltu vinna veiðileyfi? Veiði