Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2015 10:25 Mynd: KL Á meðan Blanda og Norðurá opnuðu í morgun eru enn 15 dagar í það að Elliðaárnar opni og því ber að huga að hinni árlegu hreinsun Elliðaánna. Elliðaárnar verða hreinsaðar miðvikudaginn 10. júní nk. sem og nánasta umhverfi ánna og ekki virðist veita af því þetta árið frekar en önnur. Hér er um árlegan viðburð að ræða sem árnefnd Elliðaánna hefur umsjón með og væntir Stangaveiðifélag Reykjavíkur þess að velunnarar Elliðaánna sjái sér fært að taka til hendinni með árnefndarmönnum þennan dag. Mætt verður við veiðihúsið kl. 17.15 þar sem skipt verður liði og allt rusl hreinsað af árbökkunum og úr ánni sjálfri allt frá Elliðavatni og niður í ós. Kennir þar oft margra grasa, eins og dæmin sanna. Gert er ráð fyrir að hreinsunin taki tvær til þrjár klukkustundir, en báðar kvíslar ánna verða hreinsaðar. Undanfarin ár hafa áhugamenn um Elliðaárnar tekið vel tilmælum um að taka þátt í hreinsun ánna. Tilvalið er að kynnast Elliðaánum á þennan hátt í fylgd með kunnugum, en fáir þekkja Elliðaárnar betur en árnefndarmenn. Æskilegt er að hreinsunarmenn séu viðbúnir því að þurfa að vaða út í ána eftir rusli sem þangað berst eftir ýmsum leiðum. Einnig er æskilegt að fólk klæði sig í samræmi við veður. Elliðaárnar opna síðan með viðhöfn kl. 7 laugardaginn 20. júní eins og venjulega. Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði
Á meðan Blanda og Norðurá opnuðu í morgun eru enn 15 dagar í það að Elliðaárnar opni og því ber að huga að hinni árlegu hreinsun Elliðaánna. Elliðaárnar verða hreinsaðar miðvikudaginn 10. júní nk. sem og nánasta umhverfi ánna og ekki virðist veita af því þetta árið frekar en önnur. Hér er um árlegan viðburð að ræða sem árnefnd Elliðaánna hefur umsjón með og væntir Stangaveiðifélag Reykjavíkur þess að velunnarar Elliðaánna sjái sér fært að taka til hendinni með árnefndarmönnum þennan dag. Mætt verður við veiðihúsið kl. 17.15 þar sem skipt verður liði og allt rusl hreinsað af árbökkunum og úr ánni sjálfri allt frá Elliðavatni og niður í ós. Kennir þar oft margra grasa, eins og dæmin sanna. Gert er ráð fyrir að hreinsunin taki tvær til þrjár klukkustundir, en báðar kvíslar ánna verða hreinsaðar. Undanfarin ár hafa áhugamenn um Elliðaárnar tekið vel tilmælum um að taka þátt í hreinsun ánna. Tilvalið er að kynnast Elliðaánum á þennan hátt í fylgd með kunnugum, en fáir þekkja Elliðaárnar betur en árnefndarmenn. Æskilegt er að hreinsunarmenn séu viðbúnir því að þurfa að vaða út í ána eftir rusli sem þangað berst eftir ýmsum leiðum. Einnig er æskilegt að fólk klæði sig í samræmi við veður. Elliðaárnar opna síðan með viðhöfn kl. 7 laugardaginn 20. júní eins og venjulega.
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði