Bleikjan loksins farin að taka í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2015 14:48 Bleikjan er loksins farin að taka agn veiðimanna við Þingvallavatn. Mynd: Magnús Þór Ágústsson Eftir veðurofsann sem gekk yfir landið í gær og í nótt taldist það heldur ólíklegt að einhver færi út að veiða í morgun. Sú var samt engu að síður raunin og í morgun voru nokkrir gallvaskir veiðimenn mættir upp á Þingvallavatn. Það borgaði sig greinilega að vera árisull í morgun og mæta snemma við vatnið því bleikjan var greinilega í tökustuði og loksins mætt upp á grynningarnar. Takan var sérstaklega góð í morgun þrátt fyrir nokkurn vind og af þeim veiðimönnum sem við höfum heyrt í eftir morguninn voru flestir eitthvað varir og nokkrir sem gerðu ágætis veiði. Trausti Einarsson gerði til að mynda fína veiði í morgun en hann náði 12 flottum bleikjum á land og missti þar að auki fleiri. "Þetta byrjaði bara strax í fyrstu köstunum þegar ég náði einni þriggja punda og svo var ég meira og minna í fiski til hádegis en þá kallaði ég þetta bara gott enda orðinn vel saddur" sagði Trausti í samtali við Veiðivísi í morgun. Bleikjan var að taka Peacock, Frisco og Killer á löngum taum og mjög hægum inndrætti, veiðiaðferð sem flestir þekkja sem stunda vatnaveiði mikið. Það er mikið ánægjuefni að heyra góðar fréttir ofan af vatninu því það voru margir farnir að hafa áhyggjur af því að veiðin yrði léleg í ár en eins og sumarið þá er bleikjan bara vel á eftir áætlun. Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Veiði Hítará í góðum málum Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Flott veiði í Hólsá og Ármóti Veiði
Eftir veðurofsann sem gekk yfir landið í gær og í nótt taldist það heldur ólíklegt að einhver færi út að veiða í morgun. Sú var samt engu að síður raunin og í morgun voru nokkrir gallvaskir veiðimenn mættir upp á Þingvallavatn. Það borgaði sig greinilega að vera árisull í morgun og mæta snemma við vatnið því bleikjan var greinilega í tökustuði og loksins mætt upp á grynningarnar. Takan var sérstaklega góð í morgun þrátt fyrir nokkurn vind og af þeim veiðimönnum sem við höfum heyrt í eftir morguninn voru flestir eitthvað varir og nokkrir sem gerðu ágætis veiði. Trausti Einarsson gerði til að mynda fína veiði í morgun en hann náði 12 flottum bleikjum á land og missti þar að auki fleiri. "Þetta byrjaði bara strax í fyrstu köstunum þegar ég náði einni þriggja punda og svo var ég meira og minna í fiski til hádegis en þá kallaði ég þetta bara gott enda orðinn vel saddur" sagði Trausti í samtali við Veiðivísi í morgun. Bleikjan var að taka Peacock, Frisco og Killer á löngum taum og mjög hægum inndrætti, veiðiaðferð sem flestir þekkja sem stunda vatnaveiði mikið. Það er mikið ánægjuefni að heyra góðar fréttir ofan af vatninu því það voru margir farnir að hafa áhyggjur af því að veiðin yrði léleg í ár en eins og sumarið þá er bleikjan bara vel á eftir áætlun.
Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Veiði Hítará í góðum málum Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Flott veiði í Hólsá og Ármóti Veiði