Ef María kemst áfram verður Ísland í úrslitum í 8. skiptið í röð Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2015 17:30 María Ólafsdóttir á blaðamannafundi í Vín. Vísir/EPA María Ólafsdóttir stígur á svið í seinni undanriðli söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vín í Austurríki í kvöld. María flytur lagið Unbroken og verður tólfta á svið. María mun etja kappi við sautján þjóðir í kvöld en aðeins tíu þeirra komast í úrslitin sem fara fram á laugardag. Ef María kemst áfram þá verður þá verður það í áttunda skiptið í röð sem Ísland fer upp úr undanriðlinum. Það fyrirkomulag var tekið upp árið 2005 en þá sendi Ísland Selmu Björnsdóttur til Kænugarðs í Úkraínu með lagið If I Had Your Love. Ekki tókst henni að komast upp úr undanriðlinum. Árið eftir sendu Íslendingar Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva lék, með lagið Congratulations sem hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Árið 2007 var öllu tjaldað til og Eiríkur Hauksson fenginn til að koma Íslendingum í fyrsta skiptið upp úr undanriðlinum með rokk og róli sem nefndist Valentine Lost. Ekki dugði framlag keppunnar í það skiptið og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhverntímann upp úr feni undankvöldanna. Árið 2008 var fyrirkomulaginu breytt og haldin tvö undankvöld í stað eins. Eurobandið mætti til leiks diskóslagarann This is my life árið 2008 og fór í úrslitin og hafa Íslendingar ekki litið til baka síðan. Ísland hefur sjö ár í röð komist í úrslitin en miðað við spá veðbanka er ekki útlit fyrir annað en María Ólafsdóttir muni fara í úrslitin ár, sem yrði þá áttunda skiptið í röð.2005 Selma If I Had Your Love Komst ekki áfram2006 Silvia Night Congratulations Komst ekki áfram2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost Komst ekki áfram2008 Euroband This Is My Life Áfram2009 Yohanna Is It True? Áfram2010 Hera Björk Je ne sais quoi Áfram2011 Sjonni's Friends Coming Home Áfram2012 Greta Salóme & Jónsi Never Forget Áfram2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf Áfram2014 Pollapönk No Prejudice Áfram2015 María Ólafsdóttir Unbroken ? Af þessu sjö skiptum sem Ísland hefur farið áfram hefur Ísland fjórum sinnum verið lesið upp síðast þegar tilkynnt er um hvaða þjóðir fara áfram og spurnig hvað gerist í kvöld. Á meðan beðið er eftir þeirri stundu er hægt að rifja þessi augnablik upp með því að horfa á þetta myndband. Eurovision Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03 Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47 Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
María Ólafsdóttir stígur á svið í seinni undanriðli söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vín í Austurríki í kvöld. María flytur lagið Unbroken og verður tólfta á svið. María mun etja kappi við sautján þjóðir í kvöld en aðeins tíu þeirra komast í úrslitin sem fara fram á laugardag. Ef María kemst áfram þá verður þá verður það í áttunda skiptið í röð sem Ísland fer upp úr undanriðlinum. Það fyrirkomulag var tekið upp árið 2005 en þá sendi Ísland Selmu Björnsdóttur til Kænugarðs í Úkraínu með lagið If I Had Your Love. Ekki tókst henni að komast upp úr undanriðlinum. Árið eftir sendu Íslendingar Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva lék, með lagið Congratulations sem hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Árið 2007 var öllu tjaldað til og Eiríkur Hauksson fenginn til að koma Íslendingum í fyrsta skiptið upp úr undanriðlinum með rokk og róli sem nefndist Valentine Lost. Ekki dugði framlag keppunnar í það skiptið og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhverntímann upp úr feni undankvöldanna. Árið 2008 var fyrirkomulaginu breytt og haldin tvö undankvöld í stað eins. Eurobandið mætti til leiks diskóslagarann This is my life árið 2008 og fór í úrslitin og hafa Íslendingar ekki litið til baka síðan. Ísland hefur sjö ár í röð komist í úrslitin en miðað við spá veðbanka er ekki útlit fyrir annað en María Ólafsdóttir muni fara í úrslitin ár, sem yrði þá áttunda skiptið í röð.2005 Selma If I Had Your Love Komst ekki áfram2006 Silvia Night Congratulations Komst ekki áfram2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost Komst ekki áfram2008 Euroband This Is My Life Áfram2009 Yohanna Is It True? Áfram2010 Hera Björk Je ne sais quoi Áfram2011 Sjonni's Friends Coming Home Áfram2012 Greta Salóme & Jónsi Never Forget Áfram2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf Áfram2014 Pollapönk No Prejudice Áfram2015 María Ólafsdóttir Unbroken ? Af þessu sjö skiptum sem Ísland hefur farið áfram hefur Ísland fjórum sinnum verið lesið upp síðast þegar tilkynnt er um hvaða þjóðir fara áfram og spurnig hvað gerist í kvöld. Á meðan beðið er eftir þeirri stundu er hægt að rifja þessi augnablik upp með því að horfa á þetta myndband.
Eurovision Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03 Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47 Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03
Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47