Vötnin í Svínadal farin að gefa Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2015 20:43 Eyrarvatn og Þórisstaðavatn í Svínadal Vötnin í Svínadal eru nú orðin hluti af Veiðikortinu og á það klárlega eftir að auka aðsóknina í vötnin en þau eru nefnilega hin ágætustu veiðivötn. Þeir sem einhvern tíman voru í Vatnaskógi sem strákar muna eflaust vel eftir því að hafa reynt við bleikjuna í Eyrarvatni. Hún þótti oft heldur smá en bætti það hressilega upp með því að vera ein bragðbesta vatnableikja sem finnst á landinu. Af vötnunum í Svínadal er Eyrarvatn líklega besta veiðivatnið en Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn eru þó ekkert mikið síðri. Í vötnunum er urriði, bleikja og stöku lax. Silungurinn getur orðið mjög vænn og stóru urriðana t.d. í Eyrarvatni má oft sjá á grynningunum austan megin í vatninu þegar þeir koma inn í leit að smábleikju og hornsíli. Fáir hafa lagt leið sína upp að vötnunum það sem af er tímabili en þeir veiðimenn sem við höfum heyrt frá og hafa kíkt síðustu daga hafa verið að gera ágæta veiði og flestir verið með 4-5 fiska eftir veiði brot úr degi. Urriðinn er að koma vel í litla dökka nobblera og bleikjan er að taka mest við botn og í kanti við grynningar. Flugurnar sem hafa verið að gefa eru þessar hefðbundnu vatnaflugur, Taylor, Killer, Peacock, Héraeyra, Moli og Krókurinn. Núna þegar það fer að hlýna aðeins eru vötnin í dalnum fljót að taka við sér svo næstu vikur gætu orðið skemmtilegar við vötnin. Það tekur ekki nema rúmlega hálftíma að keyra inn að vötnunum og þar sem aðgengi að þeim er mjög gott henta þau sérstaklega vel fyrir fjölskyldur. Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði
Vötnin í Svínadal eru nú orðin hluti af Veiðikortinu og á það klárlega eftir að auka aðsóknina í vötnin en þau eru nefnilega hin ágætustu veiðivötn. Þeir sem einhvern tíman voru í Vatnaskógi sem strákar muna eflaust vel eftir því að hafa reynt við bleikjuna í Eyrarvatni. Hún þótti oft heldur smá en bætti það hressilega upp með því að vera ein bragðbesta vatnableikja sem finnst á landinu. Af vötnunum í Svínadal er Eyrarvatn líklega besta veiðivatnið en Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn eru þó ekkert mikið síðri. Í vötnunum er urriði, bleikja og stöku lax. Silungurinn getur orðið mjög vænn og stóru urriðana t.d. í Eyrarvatni má oft sjá á grynningunum austan megin í vatninu þegar þeir koma inn í leit að smábleikju og hornsíli. Fáir hafa lagt leið sína upp að vötnunum það sem af er tímabili en þeir veiðimenn sem við höfum heyrt frá og hafa kíkt síðustu daga hafa verið að gera ágæta veiði og flestir verið með 4-5 fiska eftir veiði brot úr degi. Urriðinn er að koma vel í litla dökka nobblera og bleikjan er að taka mest við botn og í kanti við grynningar. Flugurnar sem hafa verið að gefa eru þessar hefðbundnu vatnaflugur, Taylor, Killer, Peacock, Héraeyra, Moli og Krókurinn. Núna þegar það fer að hlýna aðeins eru vötnin í dalnum fljót að taka við sér svo næstu vikur gætu orðið skemmtilegar við vötnin. Það tekur ekki nema rúmlega hálftíma að keyra inn að vötnunum og þar sem aðgengi að þeim er mjög gott henta þau sérstaklega vel fyrir fjölskyldur.
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði