Nýr Camaro fær 4 strokka vél Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:53 Tilgátumynd af Chevrolet Camaro 2016 Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent
Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent