Myndband af Maríu: Stórglæsileg og með gylltar tær á rauða dreglinum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. maí 2015 20:51 María var berfætt á rauða dreglinum. Vísir/Youtube/Facebooksíða Maríu Ólafs Stór dagur var hjá Eurovision förunum okkar í dag en áðan fór fram opnunarathöfn Eurovision hátíðarinnar. María Ólafsdóttir var stórglæsileg á rauða dreglinum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. María var berfætt með gylltar tær á rauða dreglinum og veifaði íslenska fánanum. Opnunarhátiðin fór fram klukkan fjögur í dag á íslenskum tíma. Upptöku af atburðinum má sjá hér að neðan. Eins og sést voru keppendur í sínu fínasta pússi og voru spurðir spjörunum úr af fjölmiðlafólki. María og íslenski hópurinn sjást þegar klukkustund og 26 mínútur eru liðnar af myndbandinu. „Hún gleymdi skónum sínum,“ hrópaði konan sem lýsti viðburðinum í gríni þegar María steig út úr bílnum á rauða dregilinn. Síðan vísaði hún í blaðamannaviðtal við Maríu þar sem hún útskýrir skóleysið og hvernig það að vera berfætt hjálpar henni að ná jarðtengingu. „Virkilega indæl ung kona,“ segir hún svo. Þeim virðist þykja mikið til þess koma að Friðrik Dór Jónsson sé bakraddasöngvari hjá henni þrátt fyrir að þau hafi verið keppinautar í Söngvakeppni Sjónvarpsins hér á landi. Þegar klukkustund og þrjátíu mínútur eru liðnar af myndbandinu má heyra rödd Maríu í fjarska syngja lagið sitt.Hér að neðan má fylgjast með hópnum á Watchbox en í dag tóku stúlkur úr hópnum við keflinu. Í myndböndunum má sjá Lísu Hafliðadóttur, maka Friðriks Dórs, og Dóru Júlíu, kærustu Pálma Ragnars Ásgeirssonar. Vísir í samvinnu við Watchbox mun fylgjast grannt með fulltrúum okkar í Vín næstu vikuna en María og co fara á kostum í skemmtilegum Watchbox og Snapchat-færslum sem birtast hér á Vísi.Smellið á skjáinn til að sjá næstu færslu Watchbox. María var stórglæsileg eins og sjá má í færslu á Facebook síðu hennar hér að neðan.Opening ceremony and red carpet tonight ! ; #12stig #unbrokenPosted by María Ólafs on Sunday, May 17, 2015 Eurovision Tengdar fréttir Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45 María Ólafs farin til Vínarborgar Íslenski hópurinn í Eurovision mun stíga á svið í Vín á þriðjudag. 13. maí 2015 12:12 Sérfræðingar spá Maríu áfram í úrslitin ESC Today framkvæmir könnun og stærir sig af áreiðanleika hennar. 17. maí 2015 18:13 Sannkölluð Eurovision-grillveisla: Hópurinn þéttur fyrir Vín „Gott að hrista fólkið saman og koma öllum á sömu blaðsíðu,“ segir umboðsmaður hópsins. 13. maí 2015 12:04 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Stór dagur var hjá Eurovision förunum okkar í dag en áðan fór fram opnunarathöfn Eurovision hátíðarinnar. María Ólafsdóttir var stórglæsileg á rauða dreglinum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. María var berfætt með gylltar tær á rauða dreglinum og veifaði íslenska fánanum. Opnunarhátiðin fór fram klukkan fjögur í dag á íslenskum tíma. Upptöku af atburðinum má sjá hér að neðan. Eins og sést voru keppendur í sínu fínasta pússi og voru spurðir spjörunum úr af fjölmiðlafólki. María og íslenski hópurinn sjást þegar klukkustund og 26 mínútur eru liðnar af myndbandinu. „Hún gleymdi skónum sínum,“ hrópaði konan sem lýsti viðburðinum í gríni þegar María steig út úr bílnum á rauða dregilinn. Síðan vísaði hún í blaðamannaviðtal við Maríu þar sem hún útskýrir skóleysið og hvernig það að vera berfætt hjálpar henni að ná jarðtengingu. „Virkilega indæl ung kona,“ segir hún svo. Þeim virðist þykja mikið til þess koma að Friðrik Dór Jónsson sé bakraddasöngvari hjá henni þrátt fyrir að þau hafi verið keppinautar í Söngvakeppni Sjónvarpsins hér á landi. Þegar klukkustund og þrjátíu mínútur eru liðnar af myndbandinu má heyra rödd Maríu í fjarska syngja lagið sitt.Hér að neðan má fylgjast með hópnum á Watchbox en í dag tóku stúlkur úr hópnum við keflinu. Í myndböndunum má sjá Lísu Hafliðadóttur, maka Friðriks Dórs, og Dóru Júlíu, kærustu Pálma Ragnars Ásgeirssonar. Vísir í samvinnu við Watchbox mun fylgjast grannt með fulltrúum okkar í Vín næstu vikuna en María og co fara á kostum í skemmtilegum Watchbox og Snapchat-færslum sem birtast hér á Vísi.Smellið á skjáinn til að sjá næstu færslu Watchbox. María var stórglæsileg eins og sjá má í færslu á Facebook síðu hennar hér að neðan.Opening ceremony and red carpet tonight ! ; #12stig #unbrokenPosted by María Ólafs on Sunday, May 17, 2015
Eurovision Tengdar fréttir Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45 María Ólafs farin til Vínarborgar Íslenski hópurinn í Eurovision mun stíga á svið í Vín á þriðjudag. 13. maí 2015 12:12 Sérfræðingar spá Maríu áfram í úrslitin ESC Today framkvæmir könnun og stærir sig af áreiðanleika hennar. 17. maí 2015 18:13 Sannkölluð Eurovision-grillveisla: Hópurinn þéttur fyrir Vín „Gott að hrista fólkið saman og koma öllum á sömu blaðsíðu,“ segir umboðsmaður hópsins. 13. maí 2015 12:04 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45
María Ólafs farin til Vínarborgar Íslenski hópurinn í Eurovision mun stíga á svið í Vín á þriðjudag. 13. maí 2015 12:12
Sérfræðingar spá Maríu áfram í úrslitin ESC Today framkvæmir könnun og stærir sig af áreiðanleika hennar. 17. maí 2015 18:13
Sannkölluð Eurovision-grillveisla: Hópurinn þéttur fyrir Vín „Gott að hrista fólkið saman og koma öllum á sömu blaðsíðu,“ segir umboðsmaður hópsins. 13. maí 2015 12:04