Lækkað eldsneytisverð eykur akstur Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 09:48 Fyllt á vestra. Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent
Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra.
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent