Lækkað eldsneytisverð eykur akstur Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 09:48 Fyllt á vestra. Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent
Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent