Hjóladagur Hyundai næsta laugardag Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 15:58 Frá keppninni í fyrra. Hjóladagur Hyundai í Garðabæ verður haldinn í annað sinn nk. laugardag, 23. maí í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart. Hjóladagurinn er bæði ætlaður þaulvönum reiðhjólagörpum og einnig og ekki síður fjölskyldufólki með áhuga á hjólreiðum og útiveru eins og sýndi sig í fyrra þegar rúmlega 60 manns tóku þátt í hjólreiðum í og við útivistarsvæðið í Heiðmörk. Hjólamótið hefst kl. 12 við Hyundai við Kauptún í Garðabæ þar sem undirbúningur fer fram en að því loknu verður ræst til keppni. Keppt verður í tveimur flokkum, A-flokki karla og kvenna og síðan almennum fjölskylduflokki. Fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12.45 og fjölskylduflokkurinn 15 mínútum síðar. Ekkert þátttökugjald er í keppnina. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Hjóladagur Hyundai í Garðabæ verður haldinn í annað sinn nk. laugardag, 23. maí í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart. Hjóladagurinn er bæði ætlaður þaulvönum reiðhjólagörpum og einnig og ekki síður fjölskyldufólki með áhuga á hjólreiðum og útiveru eins og sýndi sig í fyrra þegar rúmlega 60 manns tóku þátt í hjólreiðum í og við útivistarsvæðið í Heiðmörk. Hjólamótið hefst kl. 12 við Hyundai við Kauptún í Garðabæ þar sem undirbúningur fer fram en að því loknu verður ræst til keppni. Keppt verður í tveimur flokkum, A-flokki karla og kvenna og síðan almennum fjölskylduflokki. Fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12.45 og fjölskylduflokkurinn 15 mínútum síðar. Ekkert þátttökugjald er í keppnina.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent