Eiður Smári: Væri eins og ég skrifaði handritið sjálfur ljúki ég ferlinum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 08:30 Eiður Smári spilaði stórvel með Bolton. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, átti enn einn stórleikinn á Bretlandseyjum í gær, en að þessu sinni utan vallar. Eiður var fenginn sem sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Crystal Palace um helgina þar sem lærisveinar José Mourinho tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn. Eiður hefur áður verið sérfræðingur og Sky og fengið mikið lof fyrir. Eftir útsendinguna ræddi hann við Ed Chamberlain, íþróttafréttamann Sky Sports, um Chelsea-liðið og sinn eigin feril, en Eiður vann auðvitað tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea. „Tilfinning í kringum liðið er sú sama og þegar ég var hérna,“ sagði hann er hann horfði á sína fyrrverandi liðsfélaga fagna Englandsmeistaratitlinum. „Meira að segja sumir leikmannanna sem spiluðu þegar ég var hérna eru enn hluti af liðinu sem er frábært. Ég sé John Terry og Didier Drogba fagna. Svo er Petr Cech hérna og auðvitað José. Ég verð að viðurkenna þetta vekur upp gamlar og góðar minningar.“ „Þegar maður er að spila og maður er enn hjá félaginu áttar maður sig ekki á hvað þetta þýðir allt saman. Þegar maður yfirgefur félagið áttar maður sig á að það verður að halda í minningarnar,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári samdi við Bolton seint á síðasta ári og fór á kostum með liðinu í B-deildinni. Það vill semja við hann aftur. Dvöl hans hjá Bolton varð til þess að Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið, en hann skoraði í endurkomuleik sínum gegn Kasakstan í lok mars. „Ég gjörsamlega elska að vera kominn aftur. Ég sneri aftur fyrir mánuði síðan og það fékk mig til að átta mig á að maður fær bara einn fótboltaferil. Það er eins gott að njóta hans eins lengi og hægt er.“ „Ég er í líkamlega góðu standi og ekkert meiddur. Á meðan ég get stundað fótbolta ætla ég að gera það eins lengi og ég get.“Eiður Smári skoraði gegn Kasakstan.vísir/apEiður lofsamar íslenska landsliðið og segir það eina helstu ástæðu þess að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. „Það veitti mér mikla ánægju að snúa aftur í landsliðið og við erum í góðri stöðu með að tryggja okkur farseðilinn á EM. Það er gulrót fyrir mig til að halda áfram,“ segir Eiður Smári. „Við vorum svo nálægt því að komast á HM en töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu. Þetta er það eina ég á eftir að upplifa á mínum ferli.“ „Ísland hefur aldrei komist á stórmót þannig að vera hluti af því og enda ferilinn á þeim nótunum væri eins og ég hefði skrifað handritið sjálfur,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.listen to 'Super Sunday - Ed Chamberlin's audio blog' on audioBoom Enski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, átti enn einn stórleikinn á Bretlandseyjum í gær, en að þessu sinni utan vallar. Eiður var fenginn sem sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Crystal Palace um helgina þar sem lærisveinar José Mourinho tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn. Eiður hefur áður verið sérfræðingur og Sky og fengið mikið lof fyrir. Eftir útsendinguna ræddi hann við Ed Chamberlain, íþróttafréttamann Sky Sports, um Chelsea-liðið og sinn eigin feril, en Eiður vann auðvitað tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea. „Tilfinning í kringum liðið er sú sama og þegar ég var hérna,“ sagði hann er hann horfði á sína fyrrverandi liðsfélaga fagna Englandsmeistaratitlinum. „Meira að segja sumir leikmannanna sem spiluðu þegar ég var hérna eru enn hluti af liðinu sem er frábært. Ég sé John Terry og Didier Drogba fagna. Svo er Petr Cech hérna og auðvitað José. Ég verð að viðurkenna þetta vekur upp gamlar og góðar minningar.“ „Þegar maður er að spila og maður er enn hjá félaginu áttar maður sig ekki á hvað þetta þýðir allt saman. Þegar maður yfirgefur félagið áttar maður sig á að það verður að halda í minningarnar,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári samdi við Bolton seint á síðasta ári og fór á kostum með liðinu í B-deildinni. Það vill semja við hann aftur. Dvöl hans hjá Bolton varð til þess að Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið, en hann skoraði í endurkomuleik sínum gegn Kasakstan í lok mars. „Ég gjörsamlega elska að vera kominn aftur. Ég sneri aftur fyrir mánuði síðan og það fékk mig til að átta mig á að maður fær bara einn fótboltaferil. Það er eins gott að njóta hans eins lengi og hægt er.“ „Ég er í líkamlega góðu standi og ekkert meiddur. Á meðan ég get stundað fótbolta ætla ég að gera það eins lengi og ég get.“Eiður Smári skoraði gegn Kasakstan.vísir/apEiður lofsamar íslenska landsliðið og segir það eina helstu ástæðu þess að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. „Það veitti mér mikla ánægju að snúa aftur í landsliðið og við erum í góðri stöðu með að tryggja okkur farseðilinn á EM. Það er gulrót fyrir mig til að halda áfram,“ segir Eiður Smári. „Við vorum svo nálægt því að komast á HM en töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu. Þetta er það eina ég á eftir að upplifa á mínum ferli.“ „Ísland hefur aldrei komist á stórmót þannig að vera hluti af því og enda ferilinn á þeim nótunum væri eins og ég hefði skrifað handritið sjálfur,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.listen to 'Super Sunday - Ed Chamberlin's audio blog' on audioBoom
Enski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45
Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15